7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

„Að sjálfsögðu er stóra markmiðið að komast í A-landsliðið“

Skyldulesning

Alfons Sampsted, leikmaður Noregsmeistara Bodø/Glimt, fer ekkert í felur með það að hann ætlar sér að festa sig í sessi í íslenska A-landsliðinu.

Alfons er lykilmaður í U-21 árs landsliðinu sem er komið á EM á næsta ári. Hann hefur leikið 30 leiki fyrir U-21 árs landsliðið og er leikjahæstur í sögu þess.

Hægri bakvörðurinn hefur einnig leikið tvo A-landsleiki, gegn Kanada og El Salvador í byrjun þessa árs, og vonast til að þeim fjölgi á næstu árum. Birkir Már Sævarsson hefur leikið í stöðu hægri bakvarðar hjá íslenska landsliðinu síðustu ár en er orðinn 36 ára og Guðlaugur Victor Pálsson, sem hefur einnig leyst þessa stöðu, er miðjumaður að upplagi.

„Ég væri að ljúga ef ég segði nei,“ sagði Alfons í samtali við Vísi, aðspurður hvort næsta skref á ferlinum væri ekki að komast í A-landsliðið.

„Að sjálfsögðu er stóra markmiðið að komast í A-landsliðið og spila þar. En það er ekki ég sem vel í liðið. Ég get stjórnað því hversu góður í fótbolta ég er, hversu mikið ég æfi og kynni mér leikkerfið. Ég get haft áhrif á þá þætti og ætla að gera þá eins vel og ég get þar til nýr landsliðsþjálfari velur næsta hóp. Hvort ég verði þar inni er ekki mitt að segja en ég ætla að verða klár.“

Hér fyrir neðan má sjá þegar Alfons ræðir um A-landsliðið og einnig U-21 árs landsliðið sem keppir á lokamóti EM í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári.

Klippa: Alfons um A-landsliðið


Tengdar fréttir


Íslendingurinn í liði Bodø/Glimt segist ekki vita mikið um þá hefð stuðningsmanna liðsins að mæta með risastóra gula tannbursta á leiki þess.


Alfons Sampsted segir að leikstíll Bodø/Glimt sé mjög skemmtilegur og hann njóti sín vel í honum.


Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt njóta liðssinnis hugarþjálfarans Bjorns Mannsverk sem er fyrrverandi herflugmaður.


Jens Petter Hauge varð norskur meistari og skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir AC Milan sama kvöldið.


KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi.


Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir