-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Að velja sér lög og reglur.

Skyldulesning

Þrátt fyrir góða menntun virðist þessi einstaklingur telja sig hafa frelsi til að velja sér lög og reglur til að virða og hunsa svo það sem hentar ekki, jafnvel þó það setji aðra þegna samfélagsins í hættu. Fæstir þegnar samfélagsins eru sennilega sammála öllum lögum og reglum sem settar hafa verið en langflestir velja þó að sætta sig við það og virða sem best þeir geta. Sjálfur er ég td. hundfúll yfir að vera neyddur til að leggja til samfélagsins fjármuni sem notaðir eru til óheftrar aumingaframleiðslu og innflutnings á óþjóðalýð. Ég verð hins vegar að sætta mig við það meðan ég á hér skattalegt heimilisfesti. Ég færist þó ávallt nær þeirri skoðun að rétt sé að hugsa sæer til hreyfings í annað samfélag þar sem mér hugnast ekki sú vegferð sem Ísland er á. Þá verð ég að sætta mig við þær reglur sem gilda í því samfélagi sem ég mun setjast að í. Væri það samfélaginu til framdráttar að hver og einn velji bara sjálfur hvaða lög og reglur hann ætli að virða og sniðgangi annað án þess að slíkt hefði einhverjar afleiðingar fyrir viðkomandi ? Sjálfur tel ég td. við hæfi að þessi einstaklingur sem fjallað eru um í fréttinni hljóti þá refsingu að veirunni verði sprautað í hann og síðan hlekkjaður við jarðfastan hlut í einangrun meðan veikin gengur yfir og bóluefni er komið á markað. Margir hafa réttilega bent á að hér er ekki um að ræða drepsótt á borð við Svartadauða en hins vegar bendir flest til þess að langtímaeftirköst af því að sýkjast geti verið mjög alverleg jafnvel hjá þeim sem aðeins hafa fundið væg einkenni af veikinni sjálfri.


Innlendar Fréttir