Blm Krummans hefur oft velt fyrir sér hin ýmsu orðasambönd og orðatiltök hjá sjómönnum í gegnum tíðina. Og viðurkennir að þekkja ekki tilurð þeirra allra eða merkingu. Eitt er það sem oft hefur heyrst í gegnum tíðina, en það er oft sagt við menn að það sé kominn tími á þá að vera í tunnunni!
Á rölti sínu einn morguninn um skipið rakst blm á Val skipper á kafi (næstum því) í kalda pottinum og þá áttaði blm sig á því hver meiningin er með að vera í tunnunni!
Blm kastaði kveðju á Val og kastaði fram þessari setningu í gamni… “Hva, … er þinn tími að vera í tunnunni núna?”
Blm var samstundis rekinn í burtu með bölvi og ragni og skildi hvorki upp né niður í viðbrögðum skipstjórans….
þannig að tilurð þess að vera í tunnunni er enn óráðin gáta….
Það er reyndar óþarfi að skemma góða sögu með sannleikanum 🙂