0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Aðalmeðferð í Sandgerðismáli hófst í morgun

Skyldulesning

Héraðsdómur Reykjaness.

Aðalmeðferð í Sandgerðismálinu svokallaða hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði. Stendur aðalmeðferðin í allan dag og mun svo halda áfram á föstudaginn samkvæmt dagskrá dómstólsins.

Í málinu er karlmaður á sextugsaldri ákærður fyr­ir að bana eig­in­konu sinni í Sand­gerði í mars. Var hann ákærður eftir að krufning leiddi í ljós að and­lát kon­unn­ar hefði lík­lega borið að með sak­næm­um hætti. 

Sat maðurinn í gæsluvarðhaldi frá 2. apríl til 9. október, en var hann var látinn laus eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum.

mbl.isÁstæða þess að maðurinn var látinn laus úr haldi er ný mats­gerð um ástæður and­láts kon­unn­ar sem lögð var fyr­ir í lok september. Eru þar fleiri ástæður sett­ar fram sem mögu­leg skýr­ing á and­láti kon­unn­ar, auk þess sem áverk­ar á hálsi kon­unn­ar eru sagðir geta verið eldri en áður var talið. 

Aðalmeðferð í mál­inu átti upp­haf­lega að fara fram í ág­úst. Hún tafðist meðal ann­ars vegna þess að dóm­ari máls­ins við Héraðsdóm Reykja­ness, Jón Hösk­ulds­son, var í sept­em­ber skipaður dóm­ari við Lands­rétt. Hef­ur Krist­inn Hall­dórs­son tekið við sem dóm­ari máls­ins.

Maður­inn neitaði sök við þing­fest­ingu og féllst dóm­ari þá á að þing­hald í mál­inu yrði lokað. Farið var fram á lokað þing­hald á grund­velli a-liðar ákvæðis 10. grein­ar saka­mála­laga þar sem seg­ir að þing­hald geti farið fram fyr­ir lukt­um dyr­um til hlífðar sak­born­ingi, brotaþola, vanda­manni þeirra, vitni eða öðrum sem málið varðar. Ákæru­valdið gerði ekki at­huga­semd um að þing­haldið yrði lokað.

Innlendar Fréttir