4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Aðdáendur Jennifer Aniston fara yfir um – Hver er maðurinn á myndinni?

Skyldulesning

Jennifer Aniston birti mynd á Instagram á þriðjudaginn þar sem sást lítið í andlit hennar. Á myndinni mátti einnig sjá karlmann liggja á gólfinu og hundinn hennar, Clyde.

Það leið ekki á löngu þar til aðdáendur hennar fóru nánast yfir um og reyndu að komast að því hver þessi leyndardómsfulli maður er.

Skjáskot/Instagram

Jennifer var á tökustað annarrar þáttaraðar af The Morning Show.

Það eru engar vísbendingar um hver maðurinn er, en hann lítur út fyrir að vera mjög slakur á meðan hann teygir úr sér.

Netverjar hafa sett fram alls konar kenningar um hver maðurinn er, sumir halda því meira að segja fram að þetta sé fyrrverandi eiginmaður hennar og leikarinn Brad Pitt.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir