Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er sem drífur mig áfram í því að búa endalaust til bullfréttir í gamansömum tón um lífið um borð í þeim skipum sem ég hef verið munstraður á. Kannski vegna þess að inni blundar lítill blaðamaður innst við beinið, en kannski er þetta bara athygliþörf eða eitthvað álíka. Það er ábyggilega hægt að finna eitthvað hressandi orð yfir eitthvað sem útskýrir þetta.
Mín fyrsta útgáfa var reyndar er ég var í barnaskóla í Nesskóla í Neskaupstað. Þá var ég í ritnefnd skólablaðsins Gerpis og við gáfum út einhver blöð þann veturinn, að ég held 1972-3. Þar kom kannski áhuginn á þessu stússi, þó það hafi legið í láginni allt til 1996 þegar ég fór að markaðsetja fyrirtæki sem ég rak á Dalvík með flyerum eða dreifispjöldum
Á Dalvík var fyrirtækið Cafe Menning auglýst reglulega með dreifipósti og auglýsingum sem borið var í hús í byggðarlaginu og á endanum var farið í útgáfu fréttabréf í Dalvíkurbyggð og nágrenni sem hér Menningarfréttir.
Þanning braust þessi löngun fram og hefur loðað við mig síðan. Menningarfréttir voru gefnar út stopult til að byrja með og síðan þegar bæjarblaðið fór í sumarfrí, var ákveðið að keyra á vikulega útgáfu til að fylla í það skarð. Menningarfréttir var prentað í fullum lit og mjög litskrúðugt svo ekki sé meira sagt. Kannski missti maður sig aðeins í litnum en blöðin voru yfirleitt prentuð í svarthvítu og því var litnum skellt inn með trukki.
Kannski kemur hér inn á þessum vef vísun í þessi fréttablöð sem öll eru til.
Og enn er ég að bisa við þetta…..