9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Aðför að kennarastéttinni, Sagan okkar!

Skyldulesning

Samtökin Sagan okkar, UNICEF, Barnaheill, Save the children og Heimili og skóli hafa með yfirlýsingum sínum hafið aðför að grunnskólakennarastéttinni. Málið er dómurinn sem Dalvíkurbyggð tapaði vegna ólöglegrar uppsagnar kennara. Málið átti að vinna öðruvísi og veita skriflega áminningu.

Samtökin fordæma að sveitarfélagið hafi verið nefnt og þannig hafi allir vitað um hvaða barn var að ræða. Hvernig getur það verið að almenningur finni út úr um 300 barna hópi um hvaða barn er rætt. Auðvitað vissu allir í bæjarfélaginu um hver málið snérist og þeir sem hafa sagt öðrum frá. Aðrir ekki. Foreldrarnir stigu fram og opinberuðu að um sitt barn væri að ræða. Af hverju, þau voru ósátt við frásögn kennarans af sinni upplifun af málinu. Verið var að dæm um ólögleg uppsögn.

Hef misst allt álit á þessum samtökum. Var ekki mikið fyrir. Samtökin hafa aldrei tekið upp hanskann fyrir börn sem eru beitt tálmun, sem er ofbeldi. Það ofbeldi þrífst án afskipta þeirra. Þannig þau velja úr hvað skal berjast fyrir og hvað ekki. 

Enginn grunnskólakennari samþykkir kinnhest. Enginn grunnskólakennari á að sætta sig við ofbeldi. Yfirlýsingar frá þessum samtökum setur þau niður, segja má að þau notfæri sér sorglega stöður fjölskyldna til að koma sér á framfæri. 

Sagan okkar gagnrýnir afsökunarbeiðni KÍ sem vissulega má deila um frá báðum hliðum séð.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir