4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Aðgerðir Íslands mærðar í Nature

Skyldulesning

Jóhannesarguðspjall.

Smásaga um fót

Meira en helmingur þjóðarinnar hefur verið skimaður.

Sóttvarnaaðgerðir íslenskra sóttvarnayfirvalda eru mærðar í grein í veftímariti Nature. Er þar farið lofsamlegum orðum hvernig samstarf hefur verið á milli hins opinbera og einkageirans. Þá kemur fram að meira en helmingur þjóðarinnar hefur farið í skimun. 

Íslenskir viðmælendur greinahöfundar eru Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, Karl Kristinnsson yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalands og Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga en vísað er til 13 birtra greina frá íslenskum og erlendum vísindamönnum sem notuðuðust við gögn um framgang sjúkdómsins á Íslandi.

Greinin er birt á vef Nature þann 25. nóvember og kennir þar ýmissa grasa. Þannig kemur m.a. fram að 43% þeirra sem fá Covid eru einkennalausir með öllu. Þá segir að 55% íslensku þjóðarinnar hafi farið í skimun. Þá þykir lág dánartíðni hér á landi vekja athygli.

Hér má svo sjá Youtube-lækninn Zubin Demana fara yfir málið á Youtube rásinni sinni þar sem aðgerðum íslenskra sóttvarnaryfirvalda er hælt í bak og fyrir. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir