5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Aðvarar eigin framherja

Skyldulesning

Timo Werner hefur átt erfitt uppdráttar í vetur.

Timo Werner hefur átt erfitt uppdráttar í vetur.

AFP

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri enska liðsins Chelsea, segir framherja sína hafa næstu tvo mánuði til að sýna honum að félagið þurfi ekki að kaupa sóknarmann fyrir næstu leiktíð.

Timo Werner hefur átt erfitt uppdráttar eftir að Chelsea keypti hann síðasta sumar frá RB Leipzig en hann hefur aðeins skoraði eitt mark í síðustu 20 úrvalsdeildarleikjum sínum. Þá hefur Kai Havertz ekki skorað síðan í september og hefur Tuchel viðurkennt að framherjar liðsins skora ekki nógu mikið.

„Næstu átta vikurnar þurfum við að bæta okkur og finna leiðir til að skora fleiri mörk, ekkert annað. Svo í sumar sjáum við til hvað þarf að gera,“ sagði Tuchel á blaðamannafundi í dag en Chelsea mætir Crystal Palace á morgun.

„Framherjarnir okkar leggja hart að sér en þeir spila fyrir Chelsea og því fylgir pressa. Það búast allir við því að þeir skori mörk og þeir verða að þola það og halda áfram að gera sitt besta.“

Tammy Abraham er markahæsti leikmaður Chelsea í vetur með 12 mörk en hann hefur engu að síður spilað minna en aðrir vegna þrálátra meiðsla.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir