7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Æfinga- og keppnisbann enn við lýði

Skyldulesning

Sport

Ekki hefur verið keppt í Olís-deild karla í handbolta í tvo mánuði.
Ekki hefur verið keppt í Olís-deild karla í handbolta í tvo mánuði.
vísir/vilhelm

Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað að framlengja gildandi sóttvarnareglur að tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann réð gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þróunar kórónuveirufaraldursins.

Íslenskt íþróttafólk, þ.e. fullorðnir og unglingar, hefur hvorki mátt æfa né keppa í tvo mánuði. Íþróttir barna voru þó leyfðar í síðasta mánuði.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir