7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Æfingafélagi Katrínar Tönju með COVID

Skyldulesning

Tori Dyson, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, í aðdraganda heimsleikanna, greindist með kórónuveiruna á dögunum.

Katrín Tanja hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og þetta smit hefur því sem betur fer engin áhrif á hana.

Tori Dyson talaði mjög vel um Katrínu Tönju í pistli á Instagram síðu sinni sem við sögðu frá hér á Vísi en finna má einnig hérna neðst í fréttinni.

Tori Dyson er einn af þjálfurunum hjá CrossFit New England stöðinni þar sem Katrín Tanja æfir stóran hluta ársins hjá þjálfara sínum Ben Bergeron.

Fréttasíðan Morning Chalk Up sagði frá smiti Tori Dyson og var með alla málavexti á hreinu.

Tori ferðaðist til Nashville fyrir tveimur vikum til að hitta CrossFit konurnar Brooke Wells, Jessicu Griffith og Amöndu Barnhart.

Hún fór í kórónupróf þegar hún kom til baka, samkvæmt reglum Massachusetts-fylkis, en var neikvæð. Hún mætti svo aftur til vinnu en fór síðan að finna fyrir einkennum á miðvikudaginn fyrir viku.

Tori Dyson hafði ekki áhyggjur eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu en fór loksins í annað próf á laugardeginum. Hún fékk jákvæða niðurstöðu úr því á sunnudaginn var.

Tori hefur það ágætt fyrir utan það að vera kvefuð en hún missti einnig lyktar- og bragðskyn.

Tori Dyson er nú í einangrun en það þurfti að loka CrossFit New England stöðinni í tvo daga vegna smitsins.

Tori Dyson sendi frá sér myndband á Instagram síðunni þar sem hún sagði hversu leið hún var yfir því að hafa orsakað það að það þurfti að loka stöðinni.

„Kórónuveiran er alvöru. Notið grímu, þvoið ykkur um hendurnar og ef þið finnið einhver einkenni farið strax í próf og haldið ykkur til hlés þar til þið fáið niðurstöðurnar,“ sagði Tori Dyson.


Tengdar fréttir


Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur út í Bandaríkjunum skrifar mjög fallega um íslensku CrossFit stjörnuna og þá sérstaklega um það hvað hún sé laus við alla stjörnustæla og komi vel fram við fólkið í kringum sig.


Ísland á flottan fulltrúa á nýjum lista yfir það íþróttafólk heimsins sem er með seljanlegustu ímyndina. Lionel Messi endaði ofar en Cristiano Ronaldo.


Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur fengið gælunafnið „Sled-dog“ eða sleðahundur í CrossFit heiminum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir