-2 C
Grindavik
23. janúar, 2021

Æfingasvæði Newcastle ennþá lokað vegna Covid-19 smits – Leikmenn fylgja heimaprógrami

Skyldulesning

Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa enn ekki geta gefið grænt ljós á að æfingasvæði enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, verði opnað að nýju eftir að upp kom smit hjá félaginu í síðustu viku.

Smitið varð til þess að leik liðsins við Aston Villa, sem átti að fara fram á föstudaginn síðastliðinn, var frestað.

Þá er óvíst hvort fyrirhugaður leikur liðsins við West Bromwich Albion, í ensku úrvalsdeildinni, geti farið fram á áætluðum tíma en liðin eiga að mætast á laugardaginn næstkomandi.

Æfingar hafa ekki verið haldnar á svæðinu í 11 daga en leikmenn mættu á æfingasvæðið á dögunum til þess að fara í skimun fyrir Covid-19 úr bílum sínum. Leikmenn hafa þess í stað fengið æfingaprógram frá þjálfurum liðsins til þess að fylgja heima hjá sér.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir