aefur-ut-i-eigin-leikmenn

Æfur út í eigin leikmenn

Brendan Rodgers var brjálaður eftir tapið í gær.

Brendan Rodgers var brjálaður eftir tapið í gær. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester á Englandi, var allt annað en sáttur með leikmenn liðsins eftir tap gegn Norringham Forest í 32-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í Nottingham í gær.

Leicester, sem átti titil að verja í keppninni, tapaði leiknum 1:4 en Nottingam Forest leiddi með þremur mörkum gegn engu eftir hálftíma leik.

„Þetta var skelfileg frammistaða og ég verð að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á þessu afhroði,“ sagði Rodgers í samtali við fjölmiðla eftir leikinn.

„Þegar að þú spilar nágrannaslag á útivelli þá þarf baráttan og viljinn að vera til staðar og okkur skorti báða þessa þætti í dag. Það er ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að flokka stóran hluta leikmannahópsins sem leikmenn í hæsta gæðaflokki.

Það vantar allan stöðugleika en leikmenn í hæsta gæðaflokki mæta á völlinn í hverri einustu viku og standa sig vel. Það sama verður ekki sagt um mitt lið. Ég vil sjá leikmenn mína pressa og djöflast í mótherjanum.

Þegar að þú gerir það ekki þá gæti tími þinn verið liðinn hjá félaginu. Það eru margir leikmenn Leicester í dag sem þurfa að sanna það fyrir mér og félaginu að þeir séu nægilega góðir til þess að spila fyrir félagið,“ bætti Rodgers við.


Posted

in

,

by

Tags: