7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Ætlaði að gera fyrrverandi afbrýðisaman með eldri karlmanni – Það mistókst svakalega

Skyldulesning

Kona ætlaði að gera fyrrverandi kærasta sinn afbrýðisaman en það mistókst svakalega. Hún leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Til að kæra fyrrverandi afbrýðisaman byrjaði ég með mikið eldri manni, en það mistókst. Ég er með mikla kynhvöt og þó nýi gaurinn sé hjarta úr gulli þá glímir hann við erfiðleika þegar kemur því að fá standpínu og viðhalda henni, þannig við stundum sjaldan kynlíf,“ segir konan.

„Ég er 27 ára, fyrrverandi er 29 ára og nýi kærasti minn er 49 ára. Hann er indæll, góður og hugulsamur, en ég hef áttað mig á því að það er fyrrverandi sem ég vil.“

Konan stendur nú frammi fyrir því að særa nýja kærasta sinn, sem hún vill ekki gera. „En hann verðskuldar sannleikann. Fyrrverandi segist enn elska mig og vill fá mig aftur. Hann er með annarri konu núna og elskar hana ekki. Ég vil ekki eyða því sem eftir er af ævinni sorgmædd, hvað á ég að gera?“

Deidre svarar og gefur konunni ráð.

„Að nota aðra manneskju til að gera fyrrverandi afbrýðisaman er mjög hættulegur leikur. Þú ert ekki bara að spila með eigin tilfinningar heldur einhvers annars. Fyrrverandi kærasti þinn er einnig í öðru sambandi, ekki setja þig í hættu á að særast bara til að gefa egóinu hans gaum. Áður en þú gefur honum annað tækifæri, spurðu þig sjálfa hvort þú varst í alvöru hamingjusöm með honum,“ segir hún og bætir við.

„Það er sjaldgæft að við hættum með einhverjum sem lét okkur bara líða vel. Og vertu viss um að núverandi sambandi hans sé lokið áður en þið byrjið aftur saman á ný. En sama hvað gerist þá er best að enda nýja sambandið ef það er ekki að ganga.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir