Ætlaði að koma en Guardiola nennti ekki að mæta – ,,Það var svekkjandi“ – DV

0
126

Það var Pep Guardiola að kenna að Mesut Özil skrifaði ekki undir samning hjá Barcelona árið 2010.

Það ár skrifaði Özil undir samning við Real Madrid eftir að hafa hitt Jose Mourinho, þáverandi stjóra liðsins.

Barcelona hafði áhuga á að semja við Özil en Guardiola var alls ekki eins spenntur og Mourinho sem varð til þess að Þjóðverjinn samdi á Santiago Bernabeu.

,,Ég gat valið á milli Real Madrid og Barcelona. Þetta snerist að lokum ekki um peninga,“ sagði Özil.

,,Ég veit ekki hvort þetta sé vitað en ég heimsótti bæði lið og munurinn var Jose Mourinho. Hann gaf mér VIP meðferð hjá Real Madrid. Hann sýndi mér völlinn og alla bikarana sem þeir höfðu unnið, það gaf mér gæsahúð.“

,,Það sama var ekki upp á teningnum hjá Barcelona og það sem var svekkjandi er að Pep Guardiola nennti ekki að koma að hitta mig. Fyrir það þá taldi ég að leikstíll Barcelona myndi henta mér betur.“