Ætlaði að setjast inn í bíl sem hún taldi vera sinn eigin – Stuttu síðar hófst skothríð upp úr þurru – DV

0
113

Tvær klappstýrur urðu fyrir byssuskotum í Austin í Texas við voveiflegar aðstæður. ABC 13 í Bandaríkjanum greinir frá því að önnur þeirra, Heather Roth, hafi að ætla að setjast inn í bíl á bílastæði sem að hún taldi að væri sinn. Hún var að koma af klappstýruæfingu ásamt þremur öðrum vinkonum sínum og hefði hún fengið far hjá þeim að bílnum sínum.

Þegar hún hafði sest inn í bílinn tók hún eftir því að maður sat í farþegasætinu og brá henni eðlilega mikið. Hún hafi þá stokkið út úr bílnum og aftur inn í bíl vinkvenna sinna.

Þá hafi farþeginn stigið út úr bílnum og gengið að bíl klappstýranna. Þegar Roth hafi skrúfað niður rúðuna og ætlað að biðjast afsökunar á mistökunum sem hún hafði þá áttað sig á þá hóf maðurinn fyrirvarslausa skothríð.

Vinkonan særðist alvarlega Roth særðist lítillega í árásinni en vinkona hennar, Payton Washington, var ekki eins heppin. Hún var skotin í fótlegginn og bakið og særðist lífshættulega.

„Payton opnaði bílhurðina en svo fór hún að kasta upp blóði,“  sagði Roth í umfjöllun ABC 13. Payton var í kjölfarið flutt á sjúkrahús og liggur þar enn á gjörgæslu.

Skömmu eftir árásina handtók lögreglan í Austin 25 ára gamlan karlmann, Pedro Tello Rodriguez Jr., sem hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps.

Svipar til atviks þar sem 16 ára unglingur fór húsavillt Atburðarásin minnir óþægilega mikið á mál hins 16 ára gamla Ralph Yarl sem gerði svipuð sakleysisleg mistök í Kansas City. Hann fór húsavillt og hringdi dyrabjöllunni á röngu húsi en afleiðingarnar voru þær að hin 84 ára gamli Andrew Lester skaut unglinginn tvisvar í höfuðið. Árásin hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum og hefur Lester verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Blessunarlega er búist við að Yarl nái fullri heilsu í kjölfar árásarinnar og vonandi berast svipaðar fréttir af Payton Washington innan tíðar.