Ætlaði að taka sér gott frí en gæti nú óvænt snúið aftur – DV

0
104

Jesse Marsch greindi frá því nýlega að hann ætlaði að taka sér frí frá fótbolta og horfa svo í kringum sig í sumar.

Marsch var rekinn frá Leeds United á Englandi fyrr á tímabilinu en gæti snúið til baka fyrr en búist var við.

The Athletic segir að Leicester City sé búið að hringka í Marsch en félagið leitar að eftirmanni Brendan Rodgers.

Marsch ku spila leikstíl sem hentar Leicester og eru eigendur félagsins vel opnir fyrir því að ráða hann til starfa.

Leicester er í harðri fallbaráttu og gæti það reynst erfitt fyrir Marsch að hafna boðinu enda um mjög gott lið og leikmannahóp að ræða.

Enski boltinn á 433 er í boði