Íþróttir
|
Enski boltinn
| mbl
| 13.12.2020
| 13:33
Brasilíumaðurinn Richarlison var ekki sáttur við að Gylfi Þór Sigurðsson tæki vítaspyrnu sem Dominic Calvert-Lewin náði í er Everton og Chelsea mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.
Gylfi tók spyrnuna og skoraði sigurmarkið af miklu öryggi, en lokatölur urðu 1:0. Markið var það fyrsta sem Gylfi skorar á leiktíðinni.
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Richarlison vera allt annað en sáttan þegar Gylfi er við það að stilla boltanum upp á vítapunktinum og þurfti samherji þeirra Allan að draga landa sinn í burtu.