2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Ætlar að vera áfram stjóri

Skyldulesning

Knattspyrnustjórinn Roberto Mancini ætlar sér að vera áfram stjóri ítalska landsliðsins í fótbolta þrátt fyrir að liðinu hafi mistekist að tryggja sér sæti á HM í Katar í desember.

Ítalía beið óvænt ósigur fyrir Norður-Makedóníu í undanúrslitum umspilsins um laust sæti á HM á fimmtudag síðastliðinn.

Ítalir voru sterkari aðilinn í leiknum en gestirnir frá Norður-Makedóníu vörðust hetjulega og Aleksandar Trajkovski skoraði sigurmark sinna manna í uppbótartíma.

Kallað var eftir afsögn Mancini i kjölfarið en Gabriele Gravina, forseti ítalska knattspyrnusambandið, stendur við bakið á manninum sem stýrði Ítalíu til sigurs á EM í fyrrasumar.

Ég talaði við forsetann, við erum sammála í einnu og öllu. Ég er feginn, við tölum aftur saman eftir nokkra daga,“ sagði Mancini á blaðamannafundi fyrir vináttuleik Ítalíu og Tyrklands.

Við erum með hugann við þennan leik og svo sjáum við til með framtíðina. Það er allt og sumt. Mig langar að vera áfram því að ég er enn ungur. Ég vildi vina eitt evrópumót og eitt heimsmeistaramót, svo ég þarf að bíða lengur eftir heimsmeistaramótinu,“ sagði Mancini.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir