6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Ætlar frekar að sleppa Ólympíuleikunum en að láta bólusetja sig

Skyldulesning

Jamaíski spretthlauparinn Yohan Blake segir að hann myndi frekar sleppa Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en að fara í bólusetningu fyrir kórónuveirunni.

Blake greindi frá þessu í viðtali í dagblaðinu The Gleaner í Jamaíku á dögunum. 

„Ég hef gert upp hug minn. Ég vil ekkert bóluefni. Frekar myndi ég sleppa Ólympíuleikunum en að fá bóluefnið,“ sagði Blake. „Ég vil ekki fara nánar út í þetta en ég hef mínar ástæður.“

Keppendum á Ólympíuleikunum ber ekki skylda til að fara í bólusetningu þótt Alþjóða ólympíunefndin mælist til þess. Blake gæti því keppt í Tókýó þótt hann láti ekki bólusetja sig.

Blake, sem er 31 árs, á tvær gullmedalíur frá Ólympíuleikum í safni sínu. Hann var hluti af jamaísku sveitinni sem varð Ólympíumeistari í 4×100 metra boðhlaupi í London 2012 og Ríó 2016. Á Ólympíuleikunum 2012 vann Blake silfur í 100 og 200 metra hlaupi en landi hans, Usian Bolt, varð hlutskarpastur í báðum greinum.

Á heimsmeistaramótinu í Daegu í Suður-Kóreu 2011 vann Blake sigur í 100 metra hlaupi og 4×100 metra boðhlaupi. Hann er yngsti sigurvegarinn í 100 metra hlaupi í sögunni.

Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ólympíuleikarnir eiga að hefjast 23. júlí næstkomandi og ljúka 8. ágúst.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir