Ætlar í mál við Netflix: Stálu ljósmynd af Instagram og notuðu í mynd um morðingja – DV

0
107

Taylor Hazlewood, ungum manni frá Kentucky í Bandaríkjunum, brá heldur betur í brún þegar honum var bent á að mynd af honum hefði birst í heimildarmyndinni The Hatchet Wielding Hitchiker sem frumsýnd var á Netflix fyrr á þessu ári.

Myndin segir frá lífi Caleb McGillvary sem öðlaðist heimsfrægð eftir viðtal sem hann fór í eftir að hafa stöðvað vegfaranda með handöxi sem var að ráðast á konu. Caleb, sem var heimilislaus, var síðar dæmdur í 57 ára fangelsi fyrir morð.

Dallas Morning News greinir frá því að mynd af Taylor, sem kom málinu ekkert við, hefði í tvígang birst í myndinni. Á myndinni má sjá Taylor með litla handöxi sem var vísun í uppáhaldsbarnabók hans, Hatchet, eftir Gary Paulsen. Hafði hann birt myndina á eigin Instagram-síðu.

Einhver mistök virðast hafa átt sér stað í framleiðslunni og mynd af Taylor birst þar sem birta átti mynd af Caleb.

Í stefnunni segir Taylor að fjölmargir hafi sett sig í samband við hann eftir að myndin var frumsýnd og spurt hann út í tengsl hans við málið. Segir í stefnunni að mannorð Taylors hafi beðið hnekki og margir talið að hann hefði gerst sekur um eitthvað misjafnt.

Taylor hefur fram á rúmlega eina milljón Bandaríkjadala, 135 milljónir íslenskra króna, í skaðabætur.