4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

„Ætlum að stytta biðtíma og álag á bráðadeild“

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Stytta á biðlista og minnka álag á bráðamóttöku Landspítalans með fjölda umbótaverkefna en búist er við að þeim ljúki í febrúar á næsta ári. Yfirlæknir bráðaþjónustu spítalans segir að mikil ásókn sé í störf á deildinni.

Mikið álag hefur einkennt bráðamóttöku Landspítalans en nú hefur verið ráðist í átta umbótaverkefni til að breyta því. Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðaþjónustu spítalans segir að unnið verði að því að stytta biðtíma og minnka álag.

„Þeir sem eru í fyrsta forgangshópi fara alltaf inn straxVið ætlum að stytta biðtíma fyrir þá sjúklinga sem eru í næst alvarlegasta hópnum okkar þannig að læknir sjái sjúklinginn innan tíu mínútna frá komu, í dag náum við því í þriðjungi tilfella en við viljum ná því í 80% tilvika,“ segir Jón Magnús. 

Umbætur snúi einnig að meðhöndlun sjúklinga. 

„Þetta eru verkefni frá að þeir sem fá aðskotahlut í auga fái hraðari þjónustu og aukinn aðgang að auglæknaþjónustu yfir í að sjúklinga sem eru með sýklasótt og alvarlegar sýkingar fái sýklalyfin fyrr,“ segir hann. 

Hann segir að yfirleitt sé frekar eftirsóknavert að vinna á bráðamóttöku en vegna umbótaverkefna hafi sjaldan eins margir sótt um.

„Við höfum ekki getað ráðið alla þá heilbrigðisstarfsmenn sem hafa sótt um hjá okkur,“ segir Jón Magnús. 


Tengdar fréttir


Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir