4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Af 60. ársfundi seðlabankans

Skyldulesning

8.4.2021
10:30

Sextugasti ársfundurinn var haldinn þriðjudaginn
6. apríl án þess að hann setti sama svip á fréttir og fjölmiðla og áður var.

Árum og áratugum saman var ársfundur Seðlabanka
Íslands viðburður sem vakti þjóðarathygli og ræður sem þar voru fluttar vöktu
umræður um stöðu þjóðarbúsins.

Sextugasti ársfundurinn var haldinn þriðjudaginn
6. apríl án þess að hann setti sama svip á fréttir og fjölmiðla og áður var.
Þetta er ekki til marks um að mikilvægi bankans eða ákvarðana sem teknar eru af
stjórnendum hans skipti minna máli en áður. Fjölmiðlun hefur hins vegar breyst
fyrir utan að stóratburðir á við jarðelda og heimsfaraldur eiga nú huga allra
fjölmiðlamanna.

446f47cd52f8651692bafda035af35e1Þá ræður einnig viðhorfinu til þess sem
gerðist á ársfundinum að þessu sinni að vel gengur. Enginn átti von á því að þar
yrðu boðaðar aðgerðir sem myndu valda stórbreytingum í hagkerfinu.

Það er til marks um hve vel hefur til tekist
við stjórn efnahagsmála á einu ári heimsfaraldurs að enginn bíður með öndina í
hálsinum eftir því sem gerist á ársfundi seðlabankans. Stýrivextir bankans hafa
aldrei verið lægri. Gjaldeyrisforðinn er nægur. Allar grunnstoðir eru öruggar og
þess eins er beðið að gefið verði grænt ljós til að unnt sé að hefja nýja sókn
til að minnka atvinnuleysið, helsta vágestinn eins og málum er háttað um þessar
mundir.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði meðal
annars í ræðu á ársfundinum:

„Góð staða ríkissjóðs og styrk hagstjórn
síðustu ára hafa gert okkur kleift að nýta ríkisfjármálin með mun markvissari
hætti en áður hefur þekkst til að styðja við heimili og fyrirtæki og undirbúa
okkur undir viðspyrnuna. Góð staða Seðlabankans og farsælt samspil stjórnar
efnahags- og peningamála hefur sömuleiðis hjálpað til. Seðlabankinn hefur
lækkað vexti sem nú eru þeir lægstu í lýðveldissögunni og beitt öðrum
stjórntækjum sínum á borð við sveiflujöfnunarauka og bindiskyldu til að tryggja
aðgengi að lausu fé sem hefur stutt við fyrirtæki og dregið úr greiðslubyrði
margra heimila sem er mikið lífskjaramál. […]

Við sjáum árangurinn af markvissum
sóttvarnaraðgerðum og öflugum aðgerðum ríkissjóðs nú birtast í minni
niðursveiflu en óttast var í fyrstu og betri horfum til framtíðar og ég er
sannfærð um að þegar birtir til verðum við fljótari á fætur að nýju.“

Í þessum orðum birtist samhljómurinn í máli forsætisráðherra
og Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, sem hlýtur að verða
þungamiðja umræðna um stöðu þjóðarbúsins á þessu kosningaári og stefnuna sem
fylgt verði eftir þingkosningarnar 25. september 2021.

Það þarf engan að undra að stjórnarandstaðan
reyni að halda sér á floti í umræðum um dægurmál og það sem hæst ber í fréttum
hverju sinni þegar staðið er eins vel að efnahagsstjórninni og hér er lýst. Stjórnarandstaðan
getur ekki boðið neinn betri kost í efnahags- og ríkisfjármálum. Hún getur ekki
heldur boðið öryggið og stöðugleikann sem einkennt hefur stjórnarhætti ríkisins
frá árinu 2017.

Fyrri fréttAllt að 40 m/s
Næsta fréttÁlag og óvissustig
spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir