10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Af hættustigi á óvissustig

Skyldulesning

Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd hafa ákveðið að færa Landspítala af hættustigi á óvissustig vegna betri stöðu á spítalanum og færri samfélagssmita.

Frá þessu er greint á vef spítalans.

Spítalinn hefur verið á hættustigi frá 12. nóvember en frá 25. október til 12. nóvember var hann á neyðarstigi, eða frá því hópsmit kom upp á Landakoti.

„Í óvissustigi felst að viðbúnaður er vegna yfirvofandi eða orðins atburðar. Á óvissustigi vegna farsóttar fylgist farsóttanefnd náið með þróun mála en fundir viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar falla niður nema þörf krefjist frekari samhæfingar,“ segir á vef spítalans.

Níu liggja inni á spítalanum með Covid-19 en einangrun hefur verið aflétt af 34 sjúklingum sem nú eru á spítalanum. Sjö starfsmenn spítalans eru í einangrun og níu í sóttkví.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir