6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Af lagernum í Ormsson í að skora í Meistaradeildinni

Skyldulesning

Alexander Scholz skoraði mark Midtjylland þegar dönsku meistararnir gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta í Meistaradeild Evrópu í gær. Scholz er Íslendingum að góðu kunnur en hann lék með Stjörnunni sumarið 2012 og kom ferlinum sínum þá aftur af stað.

Markið sem Scholz skoraði gegn Atalanta var í glæsilegri kantinum en hann þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið.

„Það kom mér á óvart þegar ég var að skoða þetta fyrir leiki kvöldsins að hann skoraði sjö mörk þetta eina tímabil sitt á Íslandi. Það eru mörk í honum,“ sagði Hjörvar Hafliðason um Scholz í Meistaradeildarmessunni í gær.

Scholz fór í bikarúrslit með Stjörnunni 2012 þar sem liðið tapaði fyrir KR, 2-1. Fyrirliði KR þá, Bjarni Guðjónsson, var með Hjörvari og Guðmundi Benediktssyni í settinu í gær. Hjörvar mundi þó meira eftir bikarúrslitaleiknum en Bjarni.

Hjörvar minntist þess líka að hafa séð Scholz í öðru hlutverki en í fótbolta meðan hann var á Íslandi.

„Ég man að ég sá þennan strák einhvern tímann í borgaralegum klæðum. Þá var hann að vinna á lagernum hjá Bræðrunum Ormsson. Þar var hann bara í góðum gír. Það er stutt á milli,“ sagði Hjörvar.

Eftir dvölina á Íslandi fór Scholz til Lokeren. Hann lék í Belgíu til 2018 þegar hann gekk í raðir Midtjylland. Hann varð danskur meistari með liðinu á síðasta tímabili og vann dönsku bikarkeppnina í fyrra. Scholz varð einnig belgískur meistari með Club Brugge og bikarmeistari með bæði Lokeren og Standard Liege.

Klippa: Meistaradeildarmessan – Umræða um Alexander Scholz

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir