Af ofbeldi og íþróttaskóm

0
201

Berg­ur Ebbi velt­ir fyr­ir sér X og Y kyn­slóð­un­um, bíó­mynd­un­um sem skil­greindu þær og næstu kyn­slóð­um.

Kynslóðir má skilgreina á marga vegu. Oftast marka heimsviðburðir örlögin og fólkið rís og hnígur í takt við atburði sem það hefur enga stjórn á. Með öðrum orðum: við eigum ekki val um hvaða kynslóð við tilheyrum. Við getum í besta falli reynt að eiga örlítinn þátt í hvernig kynslóðarinnar er minnst. Annað ekki.

Sem dæmi um skilgreiningu á kynslóð má nefna X-kynslóðina svokölluðu. Það er norður-amerískt hugtak og ber að túlka til samræmis við það. Í sem einföldustu máli má segja að fólk fætt á árunum 1965 til 1980 tilheyri þessari kynslóð. X-kynslóðin er ekki eins og sumar fyrri kynslóðir, mörkuð af stríðsátökum eða náttúruhamförum, heldur fremur takti dægurmenningar. Það má segja að stærsta aflið sem mótaði X-kynslóðina sé neyslumenning og fjölmiðlun. Fólk fætt á þessu árabili ólst upp við stöðuga ógn en upplifði þessa ógn einkum í gegnum fjölmiðla og listafurðir enda varð í raun aldrei neitt úr hinum yfirvofandi átökum. Krakkar fæddir 1965 í Ameríku borðuðu Snickers og horfðu á kennsluefni um viðbrögð við kjarnorkuárásum í sjónvarpinu.

„Kjarni málsins er sá að Ufsilon-kynslóðin ól upp með sér það viðhorf að allt skipti máli.“ Heimsveldabörn X-kynslóðin var að mestu skilgreind undir lok aldarinnar þegar börn hennar voru flest vaxin úr grasi. Gröns-tónlistin í Bandaríkjunum er talin dæmi um örvæntingu X-kynslóðarinnar. Feigur Kurt Cobain að öskurbiðla inn í tómið að hann vilji hverfa aftur inn í leg móður sinnar. Gildismat X-kynslóðarinnar var nefnilega býsna kaldranalegt. Skilaboð þessarar kynslóðar mætti í raun sjóða niður í eftirfarandi: við skiptum ekki máli, ekkert skiptir máli.

En það var samt stemning! Tökum sem dæmi haustið 1999. Bílastæðið við Laugarásbíó er grátt og þakið slyddu. Bílar drífa að. Gráar mözdur, majoneslitaður póló. Úr bílunum stíga X-arar. Klassískir X-arar í leðurjökkum og gallabuxum með rauðan winston í vasanum. Það er verið að sýna Bardagaklúbbinn. Fight Club. Bara einhver mynd. Er það ekki? Brad Pitt í leðurjakka. Mikið ofbeldi. En líka mikið grín. Reyndar alveg fáránlega mikið ofbeldi, yfirdrifin vegsömun á ofbeldi. En það er eitthvert tvist. Rosaleg mynd, segja X-arar þegar þær stíga úr bíóinu. Rauð winston í slyddunni. Rosaleg mynd. Svo heldur lífið bara áfram. Bílastæðið er autt. Tómar umbúðir utan um Hrís-súkkulaði fjúka út á Kleppsveginn. Slyddan grær yfir sporin. 

Þessi pistill er ekki kvikmyndagagnrýni. En þó þarf, samhengisins vegna, að fara fáeinum orðum um menningarfyrirbrigðið sem hér er vísað til. Fight Club er bíómynd frá 1999 sem fjallar um ráðvilltan mann sem leitar að tilgangi og finnur þann tilgang með gegndarlausu ofbeldi. Frekar klassískt þema ef út í það er farið. A Clockwork Orange og eiginlega allar stríðsmyndir fjalla um það sama. Þetta er karllægt og kannski hálf klisjukennt umfjöllunarefni. En færa má rök fyrir því að hugmyndin hafi verið tekin svo langt í Fight Club að þetta umfjöllunarefni hafi í raun verið klárað í eitt skipti fyrir öll. Fight Club var eins og klóruprik og eftir Fight Club þurfti einfaldlega ekki að klóra meira. Við náðum þessu. Það má alveg færa rök fyrir því að hlutir virki þannig. Stundum klárum við mannfólkið ákveðnar hugmyndir eða seðjum hungrið fyrir þeim að minnsta kosti tímabundið. Það er bara ekki hægt að kreista kaldhæðnari ofbeldisfantasíu úr túbunni heldur en Fight Club. Og þegar andlitslausu X-ararnir keyrðu heim á gráum mözdum sínum eftir að hafa horft á Fight Club þá voru þeir í raun að segja bless við eigið gildismat. Með Bardagaklúbbnum söng X-kynslóðin sinn síðasta ópus. En Bardagaklúbburinn felldi hana einnig í leiðinni.

Where is My Mind? Sjáið til. Lokasenan í Fight Club, og hér skal fólk aðvarað ef það skyldi ekki hafa séð myndina, sýnir veröldina beinlínis hrynja. Aðalsöguhetjan horfir á háhýsi sprengd í loft upp og hrynja allt í kringum sig. Í kvikmyndinni er það kynnt sem frelsandi fantasía og í nokkur augnablik í dimmu Laugarásbíói innan um popp- og leðurjakkabrak, þá var frelsandi að sjá háhýsin falla. Við skulum ekki gleyma að í þessari heimsmynd var kaldhæðni vegsömuð og ekkert skipti máli. Veröldin átti skilið að vera sprengd í loft upp milljón sinnum í svörtu tóminu því það var hvort sem er allt í plati eins og sveppaskýin á skjánum. Vegsömun á ofbeldi var bara önnur leið til að öskra: ekkert skiptir máli!

En svo gerðist það – í alvöru – og fólk horfði ekki bara á það í sjónvarpinu heldur með berum augum. Það leit út eins og brellur en það voru ekki brellur. Fallandi háhýsi. Ellefti september. X-arar þurftu að klípa sig og X-arar þurftu að spyrja sig: Er sem sagt til alvöru hatur, alvöru ofbeldi, er ekki öll tilveran kaldhæðni, orð sögð í gríni sem falla hvort sem er á milli þilja því einstök rödd á ekki möguleika gegn síbyljunni? Núna var ekki hægt að reykja rauða winston og keyra burt á gráum Volkswagen Polo. Ofbeldisfantasían varð að veruleika og það drap fantasíuna og þar með lauk þeirri sögu. 

Ufsilon er nafnið sem næstu kynslóð var gefið. Hún er líka kölluð aldamótakynslóðin, eða millennials, en fólk af þeirri kynslóð er talið fætt á árunum 1980 og upp úr. Hér erum við svo nærri nútímanum að erfitt er að segja til um hvenær ný kynslóð hefur tekið við. En elstu aldamótabörnin eru löngu orðin fullorðin og ég myndi sjálfur teljast til þeirra, þó að margt hér á okkar landi hafi þó frekar minnt á Ameríku upp úr 1970 þegar ég fæddist á fyrri hluta níunda áratugarins. Það skal með öðrum orðum viðurkennt að amerískt flokkunarkerfi virkar ekkert endilega hér og þó að Íslendingar séu nýjungagjarnir þá voru myndbandstæki og örbylgjuofnar nýjungar níunda áratugarins á Íslandi en þess áttunda í Ameríku og það segir nokkuð stóra sögu. Mest freistandi er að skilgreina sig utan þessa kerfis, en þó erum við mörg bæði X og Y sem erum fædd á þessum árum.

Ég-kynslóðin Aldamótabörnin ólust upp við breyttan veruleika. Heim internets og tölvutækni. Á netinu er ekki einstrengingsleg bylgja upplýsinga. Á netinu eru upplýsingar kaotískar og ómiðlægar. Internetið miðlar ekki skýrri heimsmynd. Það er ekkert austur-gegn-vestur. Þetta kallaði á ný viðhorf. Kaldhæðni vék smátt og smátt fyrir einhvers konar einlægni því það er ekki hægt að vera kaldhæðinn á netinu því það sem er sett fram þar getur farið inn í hvers konar samhengi. En einlægnin birtist ekki bara á fallegan hátt heldur líka sem stíf hagsmunavarsla. Samhengisleysi krefst þess að þú haldir vel utan um eigin sögu. „Ég-heimurinn“ varð til. iMac, iPod, iPhone, Æ, æ, æ. Þú varst við stjórnvölinn. Youtube. Youporn. You name it. Það er til nóg af skammaryrðum yfir afsprengi þessa hugsunarháttar. Sjálfhverfa kynslóðin, heimtufreka kynslóðin, avakadó-étandi forréttindakynslóðin. En þetta eru bara uppnefni og alls ekki kjarni málsins. Kjarni málsins er sá að Ufsilon-kynslóðin ól upp með sér það viðhorf að allt skipti máli. Umhverfið skiptir máli, að vera góður við foreldra sína skiptir máli, heilsan skiptir máli, friður á jörð skiptir máli, tannkrem skiptir máli, sérhver tilfinning sérhverrar manneskju skiptir máli. Þetta er viðbragð og andstaða við kaldhæðni X-ara.

En nú stöndum við á bílastæðinu. Bílhurð er skellt. Tesla Model Y. Þrjátíu þúsund króna joggingbuxur og CBD-olía silast í átt að anddyrinu. Í bíósölunum er fátt um fína drætti. Endurgerðir af endurgerðum af gömlum sögum. Ofurhetjusull. En þó er ein mynd í bíó sem segir sögu sem skiptir okkur máli. Það er verið að sýna mynd sem fjallar um það þegar Nike landaði samningi við Michael Jordan. Þetta er mynd sem heitir Air. Leikararnir eru með fyndnar hárgreiðslur og tónlistin og umgjörðin öll er einn stór feelgood lofsöngur um uppruna Air Jordan vörumerkisins. Myndin er skemmtileg og þykir vel heppnuð. Salurinn er óvenjulega vel setinn. Enda er þetta okkar saga. Sagan af strigaskónum okkar, jafngamlir Ufsilonunum sjálfum. Strigaskónum sem slitu barnsskónum á frumdögum internetsins, á tímum nostalgískrar markaðssetningar. Þetta var sagan af skónum sem margsinnis reyndu að leggja skóna á hilluna en bara gátu ekki hætt að fljúga og hafa aldrei verið merkilegri og stærri í menningunni. Sagan af Air. Maður nánast felldi tár í bíóinu að loksins skyldi einhver segja þessa sögu. Að loksins skyldi vera sett alvöru púður í að búa til kvikmynd um strigaskó. Þótt fyrr hefði verið.

Ekkert nema net En í miðri sýningu læddist óþægilega tilfinningin að manni. Er þetta þá kannski ópusinn? Síðasta saga aldamótakynslóðarinnar? Tveggja klukkustunda auglýsing fyrir íþróttavörumerki? Allt í einu rann upp fyrir mér svo skýrt að kannski skiptir ekki allt máli. Auðvitað skiptir sumt máli. Hlýnun jarðar, tilfinningar systkina manns, hvort það sé matur í ísskápnum. En Air Jordan skiptir ekki máli. Air Jordan hefur aldrei skipt máli. Og bíómynd um Air Jordan, sem heitir hinu viðeigandi nafni „Loft“ er bara nákvæmlega það. Loft sem skiptir engu máli. Og þegar ég horfði á myndina þá var það eitthvað við þessa vegsömun á Loftinu sem minnti á vegsömun Bardagaklúbbsins á ofbeldinu. Það er eitthvað við það hvernig hugmyndin er tekin gjörsamlega alla leið. Klóruprikið er búið að gera sitt gagn. Sagan er búin. 

Ufsilonin keyra burt frá bíóinu. Og það verður aldrei hægt að líta um öxl. Og rétt eins og Tvíburaturnarnir hrundu ekki fyrr en tveimur árum á eftir Fight Club, þá á eitthvað eftir að gerast sem klárar dæmið. Hvað það verður er erfitt að segja. Það verður ekki endilega neitt hræðilegt, en eitthvað mun stimpla þetta inn. Það skiptir nefnilega ekki allt máli. Flest í veröldinni er bara loft. Léttvægt, óseðjandi og heimskulegt. Ný kynslóð er að átta sig á því. Bandarískir markaðsfræðingar kalla næstu kynslóð Z. En ekki láta ameríska markaðsfræðinga skilgreina ykkur. Það urðu að hluta örlög Ufsilonana. Til nýrrar kynslóðar: Rísið upp, gefið ykkur nafn!

Kjósa

15

Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1) Mest lesið

1

Móð­ir manns­ins sem lést eft­ir stungu­árás: „Ég dæmi ekki for­eldra þeirra því ég er sjálf móð­ir“

Móð­ir manns­ins sem lést á fimmtu­dag eft­ir að hafa ver­ið stung­inn á bíla­stæði Fjarð­ar­kaupa í Hafnar­firði seg­ist vera með djúpt sár í hjart­anu. Son­ur henn­ar hafi átt dótt­ur í Póllandi en hafi ver­ið hér til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún er að bug­ast af sorg en reikn­ar þó með að mesta sjokk­ið sé eft­ir.

2

Kristján Ein­ar var dæmd­ur fyr­ir of­beld­is­fullt rán á Spáni

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son sjómað­ur, sem stund­um er kall­að­ur áhrifa­vald­ur, var dæmd­ur í tæp­lega fjög­urra ára skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir rán og til­raun til ráns í fyrra. Hann sat í gæslu­varð­haldi í átta mán­uði og ját­aði sök á end­an­um og kom til Ís­lands. Við heim­kom­una sagði hann sög­ur um brot sín og afplán­un sem ganga ekki al­veg upp mið­að við dóm­inn í máli hans.

3

ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

4

Mað­ur lát­inn eft­ir átök á bíla­stæði í gær­kvöldi

Fjór­ir hafa ver­ið hand­tekn­ir eft­ir að mað­ur á þrí­tugs­aldri fannst al­var­lega slas­að­ur á bíla­stæði við Fjarð­ar­kaup í Hafnar­firði.

5

Sif SigmarsdóttirEið­ur Smári 1 – Rektor Há­skóla Ís­lands 0

Það er ekki að­eins enska úr­vals­deild­in sem bregst nú við vakn­ingu um skað­semi fjár­hættu­spila.

6

ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

Loks­ins frjáls úr hel­víti

Kona sem er að losna úr ára­tuga hjóna­bandi átt­aði sig ekki á því fyrr en fyr­ir þrem­ur ár­um að hún væri beitt and­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um, og enn síð­ar að of­beld­ið væri einnig bæði kyn­ferð­is­legt og fjár­hags­legt. Hún seg­ir hann iðu­lega koma með nýj­ar af­sak­an­ir fyr­ir því að skrifa ekki fjár­skipta­samn­ing og draga þannig að klára skiln­að­inn. Hún seg­ist stund­um hafa ósk­að þess að hann myndi lenda í bíl­slysi og deyja. Að­eins þannig yrði hún frjáls.

7

Kenn­ing um spill­ingu Kristjáns Þórs í mak­r­íl­máli sett fram í Hæsta­rétti

Fé­lag mak­ríl­veiðimanna hef­ur stað­ið í dóms­máli við ís­lenska rík­ið sem bygg­ir á að því hafi ver­ið mis­mun­að við kvóta­setn­ingu mak­ríls ár­ið 2019. Sam­kvæmt mála­til­bún­aði fé­lags­ins gerði rík­ið bak­samn­ing við nokkr­ar stór­ar út­gerð­ir um að þær fengju meiri mak­ríl­kvóta þeg­ar hann var kvóta­sett­ur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við rík­ið vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018.

Mest lesið

1

Móð­ir manns­ins sem lést eft­ir stungu­árás: „Ég dæmi ekki for­eldra þeirra því ég er sjálf móð­ir“

Móð­ir manns­ins sem lést á fimmtu­dag eft­ir að hafa ver­ið stung­inn á bíla­stæði Fjarð­ar­kaupa í Hafnar­firði seg­ist vera með djúpt sár í hjart­anu. Son­ur henn­ar hafi átt dótt­ur í Póllandi en hafi ver­ið hér til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún er að bug­ast af sorg en reikn­ar þó með að mesta sjokk­ið sé eft­ir.

2

Kristján Ein­ar var dæmd­ur fyr­ir of­beld­is­fullt rán á Spáni

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son sjómað­ur, sem stund­um er kall­að­ur áhrifa­vald­ur, var dæmd­ur í tæp­lega fjög­urra ára skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir rán og til­raun til ráns í fyrra. Hann sat í gæslu­varð­haldi í átta mán­uði og ját­aði sök á end­an­um og kom til Ís­lands. Við heim­kom­una sagði hann sög­ur um brot sín og afplán­un sem ganga ekki al­veg upp mið­að við dóm­inn í máli hans.

3

ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

4

Mað­ur lát­inn eft­ir átök á bíla­stæði í gær­kvöldi

Fjór­ir hafa ver­ið hand­tekn­ir eft­ir að mað­ur á þrí­tugs­aldri fannst al­var­lega slas­að­ur á bíla­stæði við Fjarð­ar­kaup í Hafnar­firði.

5

Sif SigmarsdóttirEið­ur Smári 1 – Rektor Há­skóla Ís­lands 0

Það er ekki að­eins enska úr­vals­deild­in sem bregst nú við vakn­ingu um skað­semi fjár­hættu­spila.

6

ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

Loks­ins frjáls úr hel­víti

Kona sem er að losna úr ára­tuga hjóna­bandi átt­aði sig ekki á því fyrr en fyr­ir þrem­ur ár­um að hún væri beitt and­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um, og enn síð­ar að of­beld­ið væri einnig bæði kyn­ferð­is­legt og fjár­hags­legt. Hún seg­ir hann iðu­lega koma með nýj­ar af­sak­an­ir fyr­ir því að skrifa ekki fjár­skipta­samn­ing og draga þannig að klára skiln­að­inn. Hún seg­ist stund­um hafa ósk­að þess að hann myndi lenda í bíl­slysi og deyja. Að­eins þannig yrði hún frjáls.

7

Kenn­ing um spill­ingu Kristjáns Þórs í mak­r­íl­máli sett fram í Hæsta­rétti

Fé­lag mak­ríl­veiðimanna hef­ur stað­ið í dóms­máli við ís­lenska rík­ið sem bygg­ir á að því hafi ver­ið mis­mun­að við kvóta­setn­ingu mak­ríls ár­ið 2019. Sam­kvæmt mála­til­bún­aði fé­lags­ins gerði rík­ið bak­samn­ing við nokkr­ar stór­ar út­gerð­ir um að þær fengju meiri mak­ríl­kvóta þeg­ar hann var kvóta­sett­ur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við rík­ið vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018.

8

Það sem þótti „mjög ólík­legt“ gerð­ist og 160 millj­arð­ar þurrk­uð­ust út

Al­votech ætl­aði sér að verða ný stoð und­ir ís­lenskt efna­hags­líf og að út­flutn­ings­tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins yrðu um fimmt­ung­ur af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu Ís­lands. Til þess að ná því mark­miði þurfti Al­votech að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir hlið­stæðu mest selda lyfs Banda­ríkj­anna þar í landi. Því var synj­að, að minnsta kosti tíma­bund­ið, 13. apríl síð­ast­lið­inn. Frá þeim tíma hef­ur virði Al­votech hríð­fall­ið og mik­il óvissa rík­ir um fram­tíð fyr­ir­tæk­is­ins.

9

Kona hætti í Mennta­sjóði eft­ir skýrslu um einelt­istilburði Hrafn­hild­ar

Starfs­loka­samn­ing­ar hafa ver­ið gerð­ir við tvo starfs­menn Mennta­sjóðs náms­manna eft­ir að sál­fræðifyr­ir­tæki skrif­uðu skýrsl­ur um einelti í garð þeirra. Í báð­um til­fell­um sögð­ust starfs­menn­irn­ir hafa orð­ið fyr­ir einelti fram­kvæmda­stjór­ans Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur. Öðru mál­inu er ólok­ið en hið seinna er á borði Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, ráð­herra há­skóla­mála.

10

Helgi SeljanFor­gengi­leiki hins ei­lífa for­gangs

„Af hverju er ég reið?“ Að þessu spurði Katrín Gunn­hild­ar­dótt­ir á Face­book-síðu sinni á dög­un­um.

Mest lesið í vikunni

1

Móð­ir manns­ins sem lést eft­ir stungu­árás: „Ég dæmi ekki for­eldra þeirra því ég er sjálf móð­ir“

Móð­ir manns­ins sem lést á fimmtu­dag eft­ir að hafa ver­ið stung­inn á bíla­stæði Fjarð­ar­kaupa í Hafnar­firði seg­ist vera með djúpt sár í hjart­anu. Son­ur henn­ar hafi átt dótt­ur í Póllandi en hafi ver­ið hér til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún er að bug­ast af sorg en reikn­ar þó með að mesta sjokk­ið sé eft­ir.

2

Kristján Ein­ar var dæmd­ur fyr­ir of­beld­is­fullt rán á Spáni

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son sjómað­ur, sem stund­um er kall­að­ur áhrifa­vald­ur, var dæmd­ur í tæp­lega fjög­urra ára skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir rán og til­raun til ráns í fyrra. Hann sat í gæslu­varð­haldi í átta mán­uði og ját­aði sök á end­an­um og kom til Ís­lands. Við heim­kom­una sagði hann sög­ur um brot sín og afplán­un sem ganga ekki al­veg upp mið­að við dóm­inn í máli hans.

3

ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

4

Mað­ur lát­inn eft­ir átök á bíla­stæði í gær­kvöldi

Fjór­ir hafa ver­ið hand­tekn­ir eft­ir að mað­ur á þrí­tugs­aldri fannst al­var­lega slas­að­ur á bíla­stæði við Fjarð­ar­kaup í Hafnar­firði.

5

Sif SigmarsdóttirEið­ur Smári 1 – Rektor Há­skóla Ís­lands 0

Það er ekki að­eins enska úr­vals­deild­in sem bregst nú við vakn­ingu um skað­semi fjár­hættu­spila.

6

PistillEndurmörkun nýbakaðs pabba í auglýsingalandi

Matthías Tryggvi HaraldssonÞrjú ráð til að stunda kyn­líf þeg­ar þið er­uð með unga­barn

Matth­ías Tryggvi Har­alds­son íhug­ar beð­mál og barna­mál.

7

Flýja ís­lenska tækni­frjóvg­un­ar-„færi­band­ið“ til að reyna að verða þung­að­ar

Að glíma við ófrjó­semi get­ur ver­ið gríð­ar­lega erfitt og krefj­andi og segja marg­ir sem geng­ið hafa í gegn­um tækni­frjóvg­un að ferl­ið sé lýj­andi og kostn­að­ar­samt. Skjól­stæð­ing­ar eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi, Li­vio, gagn­rýna þjón­ustu og verð­lag þess harð­lega og rekja raun­ir sín­ar í sam­tali við Heim­ild­ina. „Þetta er svo mik­il færi­banda­vinna hjá þeim. Svo fer mað­ur ann­að og fær allt aðr­ar nið­ur­stöð­ur. Ég vildi óska þess að við hefð­um far­ið út fyrr,“ seg­ir kona ein sem tek­ið hef­ur þá ákvörð­un að leita eft­ir þjón­ustu er­lend­is eft­ir slæma reynslu hjá Li­vio.

Mest lesið í mánuðinum

1

„Þau þurftu ekki að deyja“

Snjóflóð­ið sem féll á Súða­vík­ur­þorp í janú­ar 1995 kostaði 14 manns líf­ið. Að­stand­end­ur telja að ný gögn stað­festi fyrri grun þeirra. Yf­ir­völd hafi gert fjöl­mörg mis­tök í að­drag­anda flóðs­ins, huns­að að­var­an­ir og brugð­ist skyld­um sín­um.

2

Móð­ir manns­ins sem lést eft­ir stungu­árás: „Ég dæmi ekki for­eldra þeirra því ég er sjálf móð­ir“

Móð­ir manns­ins sem lést á fimmtu­dag eft­ir að hafa ver­ið stung­inn á bíla­stæði Fjarð­ar­kaupa í Hafnar­firði seg­ist vera með djúpt sár í hjart­anu. Son­ur henn­ar hafi átt dótt­ur í Póllandi en hafi ver­ið hér til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún er að bug­ast af sorg en reikn­ar þó með að mesta sjokk­ið sé eft­ir.

3

„Ég er ólétt­ur“

Stuttu áð­ur en Henry Steinn Leifs­son átti að hefja kyn­leið­rétt­ing­ar­ferli, átján ára gam­all, tók líf­ið óvænta stefnu, þeg­ar hann komst að því að hann bar barn und­ir belti. Hann seg­ir hér frá með­göng­unni og lífi ein­stæðs föð­ur, djúp­inu og létt­in­um sem fylg­ir því að vita hver hann er.

4

PistillEndurmörkun nýbakaðs pabba í auglýsingalandi

Matthías Tryggvi HaraldssonFólk sem vinn­ur við gagns­laust bull

Ögr­andi kenn­ing um vinnu­mál­in.

5

Kristján Ein­ar var dæmd­ur fyr­ir of­beld­is­fullt rán á Spáni

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son sjómað­ur, sem stund­um er kall­að­ur áhrifa­vald­ur, var dæmd­ur í tæp­lega fjög­urra ára skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir rán og til­raun til ráns í fyrra. Hann sat í gæslu­varð­haldi í átta mán­uði og ját­aði sök á end­an­um og kom til Ís­lands. Við heim­kom­una sagði hann sög­ur um brot sín og afplán­un sem ganga ekki al­veg upp mið­að við dóm­inn í máli hans.

6

207 millj­ón­ir fyr­ir ör­yggis­vist­un eins manns und­ir stjórn Guð­mund­ar Sæv­ars

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið greið­ir einka­reknu fyr­ir­tæki 207 millj­ón­ir á þessu ári vegna ör­yggis­vist­un­ar eins manns. For­stöðu­mað­ur á heim­ili manns­ins Guð­mund­ur Sæv­ar Sæv­ars­son, sem fór í ótíma­bund­ið leyfi frá störf­um sín­um sem deild­ar­stjóri á ör­ygg­is- og rétt­ar­geð­deild­um eft­ir að Geð­hjálp birti svarta skýrslu um starf­sem­ina.

7

ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Mest lesið í mánuðinum

1

„Þau þurftu ekki að deyja“

Snjóflóð­ið sem féll á Súða­vík­ur­þorp í janú­ar 1995 kostaði 14 manns líf­ið. Að­stand­end­ur telja að ný gögn stað­festi fyrri grun þeirra. Yf­ir­völd hafi gert fjöl­mörg mis­tök í að­drag­anda flóðs­ins, huns­að að­var­an­ir og brugð­ist skyld­um sín­um.

2

Móð­ir manns­ins sem lést eft­ir stungu­árás: „Ég dæmi ekki for­eldra þeirra því ég er sjálf móð­ir“

Móð­ir manns­ins sem lést á fimmtu­dag eft­ir að hafa ver­ið stung­inn á bíla­stæði Fjarð­ar­kaupa í Hafnar­firði seg­ist vera með djúpt sár í hjart­anu. Son­ur henn­ar hafi átt dótt­ur í Póllandi en hafi ver­ið hér til að sjá fyr­ir fjöl­skyldu sinni. Hún er að bug­ast af sorg en reikn­ar þó með að mesta sjokk­ið sé eft­ir.

3

„Ég er ólétt­ur“

Stuttu áð­ur en Henry Steinn Leifs­son átti að hefja kyn­leið­rétt­ing­ar­ferli, átján ára gam­all, tók líf­ið óvænta stefnu, þeg­ar hann komst að því að hann bar barn und­ir belti. Hann seg­ir hér frá með­göng­unni og lífi ein­stæðs föð­ur, djúp­inu og létt­in­um sem fylg­ir því að vita hver hann er.

4

PistillEndurmörkun nýbakaðs pabba í auglýsingalandi

Matthías Tryggvi HaraldssonFólk sem vinn­ur við gagns­laust bull

Ögr­andi kenn­ing um vinnu­mál­in.

5

Kristján Ein­ar var dæmd­ur fyr­ir of­beld­is­fullt rán á Spáni

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son sjómað­ur, sem stund­um er kall­að­ur áhrifa­vald­ur, var dæmd­ur í tæp­lega fjög­urra ára skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir rán og til­raun til ráns í fyrra. Hann sat í gæslu­varð­haldi í átta mán­uði og ját­aði sök á end­an­um og kom til Ís­lands. Við heim­kom­una sagði hann sög­ur um brot sín og afplán­un sem ganga ekki al­veg upp mið­að við dóm­inn í máli hans.

6

207 millj­ón­ir fyr­ir ör­yggis­vist­un eins manns und­ir stjórn Guð­mund­ar Sæv­ars

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið greið­ir einka­reknu fyr­ir­tæki 207 millj­ón­ir á þessu ári vegna ör­yggis­vist­un­ar eins manns. For­stöðu­mað­ur á heim­ili manns­ins Guð­mund­ur Sæv­ar Sæv­ars­son, sem fór í ótíma­bund­ið leyfi frá störf­um sín­um sem deild­ar­stjóri á ör­ygg­is- og rétt­ar­geð­deild­um eft­ir að Geð­hjálp birti svarta skýrslu um starf­sem­ina.

7

ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

8

Hrafnhildur SigmarsdóttirAnd­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.

9

Hvað gerð­ist eig­in­lega í Elon Musk við­tal­inu?

Elon Musk ræddi við frétta­mann BBC í tæpa klukku­stund nú á dög­un­um. Við­tal­ið hef­ur far­ið eins og eldsveip­ur um net­heima. Heim­ild­in tók sam­an meg­in at­riði við­tals­ins.

10

Ósýni­legu girð­ing­arn­ar á Seltjarn­ar­nesi

Til að kom­ast gang­andi með­fram aust­ur­hluta suð­ur­strand­ar Seltjarn­ar­ness þyrfti að klöngr­ast um stór­grýtt­an sjóvarn­ar­garð. Einka­lóð­ir ná að görð­un­um og eig­end­ur fast­eign­anna hafa mót­mælt há­stöf­um, með ein­stakt sam­komu­lag við bæ­inn að vopni, lagn­ingu strand­stígs milli húsa og fjör­unn­ar en slík­ir stíg­ar hafa ver­ið lagð­ir víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ustu ár. Lög kveða á um óheft að­gengi al­menn­ings að sjáv­ar­bökk­um.

Nýtt efni

Nið­ur­staða starfs­hóps að fresta því að koma á embætti hags­muna­full­trúa eldra fólks

Sam­kvæmt Guð­mundi Inga Guð­brands­syni fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra er nið­ur­staða sér­staks starfs­hóps um hags­muna­full­trúa eldra fólks sú að fresta því að koma á slíku embætti með frum­varpi. Hóp­ur­inn tel­ur þó að upp­lýs­inga­gjöf til eldra fólks „megi svo sann­ar­lega bæta“.

Tucker Carl­son hætt­ir hjá Fox News

Fjöl­miðla­mað­ur­inn Tucker Carl­son hef­ur stýrt sín­um síð­asta þætti á Fox News. Banda­ríska fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið grein­ir frá þessu í til­kynn­ingu í dag.

Gunnlaugur GuðjónssonHvað er al­þjóð­legt?

Fjár­mála­stjóri Skóg­rækt­ar­inn­ar fjall­ar um al­þjóð­leg­ar vott­an­ir kol­efnisein­inga þeg­ar kem­ur að skóg­rækt. Grein­in er m.a. svar við gagn­rýni tveggja stofn­fé­laga Vina ís­lenskr­ar nátt­úru.

ViðtalFjárhagslegt ofbeldi

Loks­ins frjáls úr hel­víti

Kona sem er að losna úr ára­tuga hjóna­bandi átt­aði sig ekki á því fyrr en fyr­ir þrem­ur ár­um að hún væri beitt and­legu of­beldi af eig­in­manni sín­um, og enn síð­ar að of­beld­ið væri einnig bæði kyn­ferð­is­legt og fjár­hags­legt. Hún seg­ir hann iðu­lega koma með nýj­ar af­sak­an­ir fyr­ir því að skrifa ekki fjár­skipta­samn­ing og draga þannig að klára skiln­að­inn. Hún seg­ist stund­um hafa ósk­að þess að hann myndi lenda í bíl­slysi og deyja. Að­eins þannig yrði hún frjáls.

FréttirErfðavöldin á Alþingi

„Auð­vit­að skipta tengsl alltaf máli“

Aðr­ir þætt­ir skipta meira máli en ætt­artengsl þeg­ar kem­ur að fram­gangi fólks í stjórn­mál­um að mati Gunn­ars Helga Krist­ins­son­ar stjórn­mála­fræði­pró­fess­ors. Svip­uð mynstur megi sjá á fleiri svið­um þjóð­lífs­ins og inn­an ís­lenskra elíta.

Martyna Ylfa SuszkoVið­eig­andi túlka­þjón­usta er grunn­mann­rétt­indi

Martyna Ylfa fékk sting í hjart­að þeg­ar hún las hvað pólskri móð­ur manns­ins sem lést eft­ir stungu­árás við Fjarð­ar­kaup fynd­ist óþægi­legt að fá nýj­an túlk i hvert skipti sem hún fær upp­lýs­ing­ar um and­lát son­ar henn­ar. Hún seg­ir góða túlka­þjón­ustu mik­il­væga fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Kona hætti í Mennta­sjóði eft­ir skýrslu um einelt­istilburði Hrafn­hild­ar

Starfs­loka­samn­ing­ar hafa ver­ið gerð­ir við tvo starfs­menn Mennta­sjóðs náms­manna eft­ir að sál­fræðifyr­ir­tæki skrif­uðu skýrsl­ur um einelti í garð þeirra. Í báð­um til­fell­um sögð­ust starfs­menn­irn­ir hafa orð­ið fyr­ir einelti fram­kvæmda­stjór­ans Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur. Öðru mál­inu er ólok­ið en hið seinna er á borði Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, ráð­herra há­skóla­mála.

Bergur EbbiAf of­beldi og íþrótta­skóm

Berg­ur Ebbi velt­ir fyr­ir sér X og Y kyn­slóð­un­um, bíó­mynd­un­um sem skil­greindu þær og næstu kyn­slóð­um.

Skól­arn­ir hættu að vinna með Land­vernd vegna gagn­rýni á lax­eldi

Grunn­skól­arn­ir á Bíldu­dal og Pat­reks­firði hættu þátt­töku í svo­köll­uðu Græn­fána­verk­efni Land­vernd­ar ár­ið 2021. Ein af ástæð­un­um sem Land­vernd fékk fyr­ir þess­ari ákvörð­un var að sam­tök­in væru á móti at­vinnu­upp­bygg­ingu á suð­vest­an­verð­um Vest­fjörð­um sem og sam­göngu­bót­um. Skóla­stjór­inn seg­ir ástæð­una fyr­ir því að skól­arn­ir hafi hætt í verk­efn­inu fyrst og fremst vera tíma­skort.

Svart og syk­ur­laust

Andrea og Stein­dór ræða mynd Lutz Koner­mann frá 1985, Svart og Syk­ur­laust.

Í með­al­hóf­inu með hlýju og mýkt

Guð­mund­ur Andri Thors­son, rit­höf­und­ur og fyrr­ver­andi þing­mað­ur, hef­ur sent frá létt­leik­andi bók með alls kon­ar textum og pæl­ing­um. Í bók­inni birt­ist hug­mynda­heim­ur með­al­hófs­manns­ins sem leið­ist öfg­ar og læti.

Karla­lið í Lengju­deild­inni fengu eina millj­ón en kvenna­lið 260 þús­und krón­ur

Karla­lið í Lengju­deild­inni fá fjór­falt hærri rétt­inda­greiðsl­ur en kvenna­lið. Mun­ur­inn er enn meiri í Bestu deild­inni, átt­fald­ur. Ís­lensk­ur Topp­fót­bolti, sem ákveð­ur skipt­ingu greiðsln­anna, sér ekki til­efni til að end­ur­skoða skipt­ing­una nema að­ild­ar­fé­lög­in óski sér­stak­lega eft­ir því.

Mest lesið undanfarið ár

1

Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.

2

Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

„Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.

3

Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

„Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/

4

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.

5

„Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.

6

Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.

7

Lifði af þrjú ár á göt­unni

Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.

8

„Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.

9

Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.

10

Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.