Bergur Ebbi veltir fyrir sér X og Y kynslóðunum, bíómyndunum sem skilgreindu þær og næstu kynslóðum.
Kynslóðir má skilgreina á marga vegu. Oftast marka heimsviðburðir örlögin og fólkið rís og hnígur í takt við atburði sem það hefur enga stjórn á. Með öðrum orðum: við eigum ekki val um hvaða kynslóð við tilheyrum. Við getum í besta falli reynt að eiga örlítinn þátt í hvernig kynslóðarinnar er minnst. Annað ekki.
Sem dæmi um skilgreiningu á kynslóð má nefna X-kynslóðina svokölluðu. Það er norður-amerískt hugtak og ber að túlka til samræmis við það. Í sem einföldustu máli má segja að fólk fætt á árunum 1965 til 1980 tilheyri þessari kynslóð. X-kynslóðin er ekki eins og sumar fyrri kynslóðir, mörkuð af stríðsátökum eða náttúruhamförum, heldur fremur takti dægurmenningar. Það má segja að stærsta aflið sem mótaði X-kynslóðina sé neyslumenning og fjölmiðlun. Fólk fætt á þessu árabili ólst upp við stöðuga ógn en upplifði þessa ógn einkum í gegnum fjölmiðla og listafurðir enda varð í raun aldrei neitt úr hinum yfirvofandi átökum. Krakkar fæddir 1965 í Ameríku borðuðu Snickers og horfðu á kennsluefni um viðbrögð við kjarnorkuárásum í sjónvarpinu.
„Kjarni málsins er sá að Ufsilon-kynslóðin ól upp með sér það viðhorf að allt skipti máli.“ Heimsveldabörn X-kynslóðin var að mestu skilgreind undir lok aldarinnar þegar börn hennar voru flest vaxin úr grasi. Gröns-tónlistin í Bandaríkjunum er talin dæmi um örvæntingu X-kynslóðarinnar. Feigur Kurt Cobain að öskurbiðla inn í tómið að hann vilji hverfa aftur inn í leg móður sinnar. Gildismat X-kynslóðarinnar var nefnilega býsna kaldranalegt. Skilaboð þessarar kynslóðar mætti í raun sjóða niður í eftirfarandi: við skiptum ekki máli, ekkert skiptir máli.
En það var samt stemning! Tökum sem dæmi haustið 1999. Bílastæðið við Laugarásbíó er grátt og þakið slyddu. Bílar drífa að. Gráar mözdur, majoneslitaður póló. Úr bílunum stíga X-arar. Klassískir X-arar í leðurjökkum og gallabuxum með rauðan winston í vasanum. Það er verið að sýna Bardagaklúbbinn. Fight Club. Bara einhver mynd. Er það ekki? Brad Pitt í leðurjakka. Mikið ofbeldi. En líka mikið grín. Reyndar alveg fáránlega mikið ofbeldi, yfirdrifin vegsömun á ofbeldi. En það er eitthvert tvist. Rosaleg mynd, segja X-arar þegar þær stíga úr bíóinu. Rauð winston í slyddunni. Rosaleg mynd. Svo heldur lífið bara áfram. Bílastæðið er autt. Tómar umbúðir utan um Hrís-súkkulaði fjúka út á Kleppsveginn. Slyddan grær yfir sporin.
Þessi pistill er ekki kvikmyndagagnrýni. En þó þarf, samhengisins vegna, að fara fáeinum orðum um menningarfyrirbrigðið sem hér er vísað til. Fight Club er bíómynd frá 1999 sem fjallar um ráðvilltan mann sem leitar að tilgangi og finnur þann tilgang með gegndarlausu ofbeldi. Frekar klassískt þema ef út í það er farið. A Clockwork Orange og eiginlega allar stríðsmyndir fjalla um það sama. Þetta er karllægt og kannski hálf klisjukennt umfjöllunarefni. En færa má rök fyrir því að hugmyndin hafi verið tekin svo langt í Fight Club að þetta umfjöllunarefni hafi í raun verið klárað í eitt skipti fyrir öll. Fight Club var eins og klóruprik og eftir Fight Club þurfti einfaldlega ekki að klóra meira. Við náðum þessu. Það má alveg færa rök fyrir því að hlutir virki þannig. Stundum klárum við mannfólkið ákveðnar hugmyndir eða seðjum hungrið fyrir þeim að minnsta kosti tímabundið. Það er bara ekki hægt að kreista kaldhæðnari ofbeldisfantasíu úr túbunni heldur en Fight Club. Og þegar andlitslausu X-ararnir keyrðu heim á gráum mözdum sínum eftir að hafa horft á Fight Club þá voru þeir í raun að segja bless við eigið gildismat. Með Bardagaklúbbnum söng X-kynslóðin sinn síðasta ópus. En Bardagaklúbburinn felldi hana einnig í leiðinni.
Where is My Mind? Sjáið til. Lokasenan í Fight Club, og hér skal fólk aðvarað ef það skyldi ekki hafa séð myndina, sýnir veröldina beinlínis hrynja. Aðalsöguhetjan horfir á háhýsi sprengd í loft upp og hrynja allt í kringum sig. Í kvikmyndinni er það kynnt sem frelsandi fantasía og í nokkur augnablik í dimmu Laugarásbíói innan um popp- og leðurjakkabrak, þá var frelsandi að sjá háhýsin falla. Við skulum ekki gleyma að í þessari heimsmynd var kaldhæðni vegsömuð og ekkert skipti máli. Veröldin átti skilið að vera sprengd í loft upp milljón sinnum í svörtu tóminu því það var hvort sem er allt í plati eins og sveppaskýin á skjánum. Vegsömun á ofbeldi var bara önnur leið til að öskra: ekkert skiptir máli!
En svo gerðist það – í alvöru – og fólk horfði ekki bara á það í sjónvarpinu heldur með berum augum. Það leit út eins og brellur en það voru ekki brellur. Fallandi háhýsi. Ellefti september. X-arar þurftu að klípa sig og X-arar þurftu að spyrja sig: Er sem sagt til alvöru hatur, alvöru ofbeldi, er ekki öll tilveran kaldhæðni, orð sögð í gríni sem falla hvort sem er á milli þilja því einstök rödd á ekki möguleika gegn síbyljunni? Núna var ekki hægt að reykja rauða winston og keyra burt á gráum Volkswagen Polo. Ofbeldisfantasían varð að veruleika og það drap fantasíuna og þar með lauk þeirri sögu.
Ufsilon er nafnið sem næstu kynslóð var gefið. Hún er líka kölluð aldamótakynslóðin, eða millennials, en fólk af þeirri kynslóð er talið fætt á árunum 1980 og upp úr. Hér erum við svo nærri nútímanum að erfitt er að segja til um hvenær ný kynslóð hefur tekið við. En elstu aldamótabörnin eru löngu orðin fullorðin og ég myndi sjálfur teljast til þeirra, þó að margt hér á okkar landi hafi þó frekar minnt á Ameríku upp úr 1970 þegar ég fæddist á fyrri hluta níunda áratugarins. Það skal með öðrum orðum viðurkennt að amerískt flokkunarkerfi virkar ekkert endilega hér og þó að Íslendingar séu nýjungagjarnir þá voru myndbandstæki og örbylgjuofnar nýjungar níunda áratugarins á Íslandi en þess áttunda í Ameríku og það segir nokkuð stóra sögu. Mest freistandi er að skilgreina sig utan þessa kerfis, en þó erum við mörg bæði X og Y sem erum fædd á þessum árum.
Ég-kynslóðin Aldamótabörnin ólust upp við breyttan veruleika. Heim internets og tölvutækni. Á netinu er ekki einstrengingsleg bylgja upplýsinga. Á netinu eru upplýsingar kaotískar og ómiðlægar. Internetið miðlar ekki skýrri heimsmynd. Það er ekkert austur-gegn-vestur. Þetta kallaði á ný viðhorf. Kaldhæðni vék smátt og smátt fyrir einhvers konar einlægni því það er ekki hægt að vera kaldhæðinn á netinu því það sem er sett fram þar getur farið inn í hvers konar samhengi. En einlægnin birtist ekki bara á fallegan hátt heldur líka sem stíf hagsmunavarsla. Samhengisleysi krefst þess að þú haldir vel utan um eigin sögu. „Ég-heimurinn“ varð til. iMac, iPod, iPhone, Æ, æ, æ. Þú varst við stjórnvölinn. Youtube. Youporn. You name it. Það er til nóg af skammaryrðum yfir afsprengi þessa hugsunarháttar. Sjálfhverfa kynslóðin, heimtufreka kynslóðin, avakadó-étandi forréttindakynslóðin. En þetta eru bara uppnefni og alls ekki kjarni málsins. Kjarni málsins er sá að Ufsilon-kynslóðin ól upp með sér það viðhorf að allt skipti máli. Umhverfið skiptir máli, að vera góður við foreldra sína skiptir máli, heilsan skiptir máli, friður á jörð skiptir máli, tannkrem skiptir máli, sérhver tilfinning sérhverrar manneskju skiptir máli. Þetta er viðbragð og andstaða við kaldhæðni X-ara.
En nú stöndum við á bílastæðinu. Bílhurð er skellt. Tesla Model Y. Þrjátíu þúsund króna joggingbuxur og CBD-olía silast í átt að anddyrinu. Í bíósölunum er fátt um fína drætti. Endurgerðir af endurgerðum af gömlum sögum. Ofurhetjusull. En þó er ein mynd í bíó sem segir sögu sem skiptir okkur máli. Það er verið að sýna mynd sem fjallar um það þegar Nike landaði samningi við Michael Jordan. Þetta er mynd sem heitir Air. Leikararnir eru með fyndnar hárgreiðslur og tónlistin og umgjörðin öll er einn stór feelgood lofsöngur um uppruna Air Jordan vörumerkisins. Myndin er skemmtileg og þykir vel heppnuð. Salurinn er óvenjulega vel setinn. Enda er þetta okkar saga. Sagan af strigaskónum okkar, jafngamlir Ufsilonunum sjálfum. Strigaskónum sem slitu barnsskónum á frumdögum internetsins, á tímum nostalgískrar markaðssetningar. Þetta var sagan af skónum sem margsinnis reyndu að leggja skóna á hilluna en bara gátu ekki hætt að fljúga og hafa aldrei verið merkilegri og stærri í menningunni. Sagan af Air. Maður nánast felldi tár í bíóinu að loksins skyldi einhver segja þessa sögu. Að loksins skyldi vera sett alvöru púður í að búa til kvikmynd um strigaskó. Þótt fyrr hefði verið.
Ekkert nema net En í miðri sýningu læddist óþægilega tilfinningin að manni. Er þetta þá kannski ópusinn? Síðasta saga aldamótakynslóðarinnar? Tveggja klukkustunda auglýsing fyrir íþróttavörumerki? Allt í einu rann upp fyrir mér svo skýrt að kannski skiptir ekki allt máli. Auðvitað skiptir sumt máli. Hlýnun jarðar, tilfinningar systkina manns, hvort það sé matur í ísskápnum. En Air Jordan skiptir ekki máli. Air Jordan hefur aldrei skipt máli. Og bíómynd um Air Jordan, sem heitir hinu viðeigandi nafni „Loft“ er bara nákvæmlega það. Loft sem skiptir engu máli. Og þegar ég horfði á myndina þá var það eitthvað við þessa vegsömun á Loftinu sem minnti á vegsömun Bardagaklúbbsins á ofbeldinu. Það er eitthvað við það hvernig hugmyndin er tekin gjörsamlega alla leið. Klóruprikið er búið að gera sitt gagn. Sagan er búin.
Ufsilonin keyra burt frá bíóinu. Og það verður aldrei hægt að líta um öxl. Og rétt eins og Tvíburaturnarnir hrundu ekki fyrr en tveimur árum á eftir Fight Club, þá á eitthvað eftir að gerast sem klárar dæmið. Hvað það verður er erfitt að segja. Það verður ekki endilega neitt hræðilegt, en eitthvað mun stimpla þetta inn. Það skiptir nefnilega ekki allt máli. Flest í veröldinni er bara loft. Léttvægt, óseðjandi og heimskulegt. Ný kynslóð er að átta sig á því. Bandarískir markaðsfræðingar kalla næstu kynslóð Z. En ekki láta ameríska markaðsfræðinga skilgreina ykkur. Það urðu að hluta örlög Ufsilonana. Til nýrrar kynslóðar: Rísið upp, gefið ykkur nafn!
Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Athugasemdir (1) Mest lesið
1
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
2
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
3
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
4
Maður látinn eftir átök á bílastæði í gærkvöldi
Fjórir hafa verið handteknir eftir að maður á þrítugsaldri fannst alvarlega slasaður á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði.
5
Sif SigmarsdóttirEiður Smári 1 – Rektor Háskóla Íslands 0
Það er ekki aðeins enska úrvalsdeildin sem bregst nú við vakningu um skaðsemi fjárhættuspila.
6
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
Loksins frjáls úr helvíti
Kona sem er að losna úr áratuga hjónabandi áttaði sig ekki á því fyrr en fyrir þremur árum að hún væri beitt andlegu ofbeldi af eiginmanni sínum, og enn síðar að ofbeldið væri einnig bæði kynferðislegt og fjárhagslegt. Hún segir hann iðulega koma með nýjar afsakanir fyrir því að skrifa ekki fjárskiptasamning og draga þannig að klára skilnaðinn. Hún segist stundum hafa óskað þess að hann myndi lenda í bílslysi og deyja. Aðeins þannig yrði hún frjáls.
7
Kenning um spillingu Kristjáns Þórs í makrílmáli sett fram í Hæstarétti
Félag makrílveiðimanna hefur staðið í dómsmáli við íslenska ríkið sem byggir á að því hafi verið mismunað við kvótasetningu makríls árið 2019. Samkvæmt málatilbúnaði félagsins gerði ríkið baksamning við nokkrar stórar útgerðir um að þær fengju meiri makrílkvóta þegar hann var kvótasettur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við ríkið vegna úthlutunar makrílkvóta á árunum 2011 til 2018.
Mest lesið
1
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
2
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
3
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
4
Maður látinn eftir átök á bílastæði í gærkvöldi
Fjórir hafa verið handteknir eftir að maður á þrítugsaldri fannst alvarlega slasaður á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði.
5
Sif SigmarsdóttirEiður Smári 1 – Rektor Háskóla Íslands 0
Það er ekki aðeins enska úrvalsdeildin sem bregst nú við vakningu um skaðsemi fjárhættuspila.
6
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
Loksins frjáls úr helvíti
Kona sem er að losna úr áratuga hjónabandi áttaði sig ekki á því fyrr en fyrir þremur árum að hún væri beitt andlegu ofbeldi af eiginmanni sínum, og enn síðar að ofbeldið væri einnig bæði kynferðislegt og fjárhagslegt. Hún segir hann iðulega koma með nýjar afsakanir fyrir því að skrifa ekki fjárskiptasamning og draga þannig að klára skilnaðinn. Hún segist stundum hafa óskað þess að hann myndi lenda í bílslysi og deyja. Aðeins þannig yrði hún frjáls.
7
Kenning um spillingu Kristjáns Þórs í makrílmáli sett fram í Hæstarétti
Félag makrílveiðimanna hefur staðið í dómsmáli við íslenska ríkið sem byggir á að því hafi verið mismunað við kvótasetningu makríls árið 2019. Samkvæmt málatilbúnaði félagsins gerði ríkið baksamning við nokkrar stórar útgerðir um að þær fengju meiri makrílkvóta þegar hann var kvótasettur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við ríkið vegna úthlutunar makrílkvóta á árunum 2011 til 2018.
8
Það sem þótti „mjög ólíklegt“ gerðist og 160 milljarðar þurrkuðust út
Alvotech ætlaði sér að verða ný stoð undir íslenskt efnahagslíf og að útflutningstekjur fyrirtækisins yrðu um fimmtungur af vergri þjóðarframleiðslu Íslands. Til þess að ná því markmiði þurfti Alvotech að fá markaðsleyfi fyrir hliðstæðu mest selda lyfs Bandaríkjanna þar í landi. Því var synjað, að minnsta kosti tímabundið, 13. apríl síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur virði Alvotech hríðfallið og mikil óvissa ríkir um framtíð fyrirtækisins.
9
Kona hætti í Menntasjóði eftir skýrslu um eineltistilburði Hrafnhildar
Starfslokasamningar hafa verið gerðir við tvo starfsmenn Menntasjóðs námsmanna eftir að sálfræðifyrirtæki skrifuðu skýrslur um einelti í garð þeirra. Í báðum tilfellum sögðust starfsmennirnir hafa orðið fyrir einelti framkvæmdastjórans Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur. Öðru málinu er ólokið en hið seinna er á borði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra háskólamála.
10
Helgi SeljanForgengileiki hins eilífa forgangs
„Af hverju er ég reið?“ Að þessu spurði Katrín Gunnhildardóttir á Facebook-síðu sinni á dögunum.
Mest lesið í vikunni
1
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
2
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
3
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
4
Maður látinn eftir átök á bílastæði í gærkvöldi
Fjórir hafa verið handteknir eftir að maður á þrítugsaldri fannst alvarlega slasaður á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði.
5
Sif SigmarsdóttirEiður Smári 1 – Rektor Háskóla Íslands 0
Það er ekki aðeins enska úrvalsdeildin sem bregst nú við vakningu um skaðsemi fjárhættuspila.
6
PistillEndurmörkun nýbakaðs pabba í auglýsingalandi
Matthías Tryggvi HaraldssonÞrjú ráð til að stunda kynlíf þegar þið eruð með ungabarn
Matthías Tryggvi Haraldsson íhugar beðmál og barnamál.
7
Flýja íslenska tæknifrjóvgunar-„færibandið“ til að reyna að verða þungaðar
Að glíma við ófrjósemi getur verið gríðarlega erfitt og krefjandi og segja margir sem gengið hafa í gegnum tæknifrjóvgun að ferlið sé lýjandi og kostnaðarsamt. Skjólstæðingar eina glasafrjóvgunarfyrirtækisins á Íslandi, Livio, gagnrýna þjónustu og verðlag þess harðlega og rekja raunir sínar í samtali við Heimildina. „Þetta er svo mikil færibandavinna hjá þeim. Svo fer maður annað og fær allt aðrar niðurstöður. Ég vildi óska þess að við hefðum farið út fyrr,“ segir kona ein sem tekið hefur þá ákvörðun að leita eftir þjónustu erlendis eftir slæma reynslu hjá Livio.
Mest lesið í mánuðinum
1
„Þau þurftu ekki að deyja“
Snjóflóðið sem féll á Súðavíkurþorp í janúar 1995 kostaði 14 manns lífið. Aðstandendur telja að ný gögn staðfesti fyrri grun þeirra. Yfirvöld hafi gert fjölmörg mistök í aðdraganda flóðsins, hunsað aðvaranir og brugðist skyldum sínum.
2
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
3
„Ég er óléttur“
Stuttu áður en Henry Steinn Leifsson átti að hefja kynleiðréttingarferli, átján ára gamall, tók lífið óvænta stefnu, þegar hann komst að því að hann bar barn undir belti. Hann segir hér frá meðgöngunni og lífi einstæðs föður, djúpinu og léttinum sem fylgir því að vita hver hann er.
4
PistillEndurmörkun nýbakaðs pabba í auglýsingalandi
Matthías Tryggvi HaraldssonFólk sem vinnur við gagnslaust bull
Ögrandi kenning um vinnumálin.
5
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
6
207 milljónir fyrir öryggisvistun eins manns undir stjórn Guðmundar Sævars
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið greiðir einkareknu fyrirtæki 207 milljónir á þessu ári vegna öryggisvistunar eins manns. Forstöðumaður á heimili mannsins Guðmundur Sævar Sævarsson, sem fór í ótímabundið leyfi frá störfum sínum sem deildarstjóri á öryggis- og réttargeðdeildum eftir að Geðhjálp birti svarta skýrslu um starfsemina.
7
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
Mest lesið í mánuðinum
1
„Þau þurftu ekki að deyja“
Snjóflóðið sem féll á Súðavíkurþorp í janúar 1995 kostaði 14 manns lífið. Aðstandendur telja að ný gögn staðfesti fyrri grun þeirra. Yfirvöld hafi gert fjölmörg mistök í aðdraganda flóðsins, hunsað aðvaranir og brugðist skyldum sínum.
2
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
3
„Ég er óléttur“
Stuttu áður en Henry Steinn Leifsson átti að hefja kynleiðréttingarferli, átján ára gamall, tók lífið óvænta stefnu, þegar hann komst að því að hann bar barn undir belti. Hann segir hér frá meðgöngunni og lífi einstæðs föður, djúpinu og léttinum sem fylgir því að vita hver hann er.
4
PistillEndurmörkun nýbakaðs pabba í auglýsingalandi
Matthías Tryggvi HaraldssonFólk sem vinnur við gagnslaust bull
Ögrandi kenning um vinnumálin.
5
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
6
207 milljónir fyrir öryggisvistun eins manns undir stjórn Guðmundar Sævars
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið greiðir einkareknu fyrirtæki 207 milljónir á þessu ári vegna öryggisvistunar eins manns. Forstöðumaður á heimili mannsins Guðmundur Sævar Sævarsson, sem fór í ótímabundið leyfi frá störfum sínum sem deildarstjóri á öryggis- og réttargeðdeildum eftir að Geðhjálp birti svarta skýrslu um starfsemina.
7
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
8
Hrafnhildur SigmarsdóttirAndlegt þrot Þorgerðar
Um 40% íslenskra kvenna hafa orðið fyrir líkamlegu/og eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og heilsufar þeirra tekur mið af því.
9
Hvað gerðist eiginlega í Elon Musk viðtalinu?
Elon Musk ræddi við fréttamann BBC í tæpa klukkustund nú á dögunum. Viðtalið hefur farið eins og eldsveipur um netheima. Heimildin tók saman megin atriði viðtalsins.
10
Ósýnilegu girðingarnar á Seltjarnarnesi
Til að komast gangandi meðfram austurhluta suðurstrandar Seltjarnarness þyrfti að klöngrast um stórgrýttan sjóvarnargarð. Einkalóðir ná að görðunum og eigendur fasteignanna hafa mótmælt hástöfum, með einstakt samkomulag við bæinn að vopni, lagningu strandstígs milli húsa og fjörunnar en slíkir stígar hafa verið lagðir víða á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Lög kveða á um óheft aðgengi almennings að sjávarbökkum.
Nýtt efni
Niðurstaða starfshóps að fresta því að koma á embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks
Samkvæmt Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra er niðurstaða sérstaks starfshóps um hagsmunafulltrúa eldra fólks sú að fresta því að koma á slíku embætti með frumvarpi. Hópurinn telur þó að upplýsingagjöf til eldra fólks „megi svo sannarlega bæta“.
Tucker Carlson hættir hjá Fox News
Fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson hefur stýrt sínum síðasta þætti á Fox News. Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið greinir frá þessu í tilkynningu í dag.
Gunnlaugur GuðjónssonHvað er alþjóðlegt?
Fjármálastjóri Skógræktarinnar fjallar um alþjóðlegar vottanir kolefniseininga þegar kemur að skógrækt. Greinin er m.a. svar við gagnrýni tveggja stofnfélaga Vina íslenskrar náttúru.
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
Loksins frjáls úr helvíti
Kona sem er að losna úr áratuga hjónabandi áttaði sig ekki á því fyrr en fyrir þremur árum að hún væri beitt andlegu ofbeldi af eiginmanni sínum, og enn síðar að ofbeldið væri einnig bæði kynferðislegt og fjárhagslegt. Hún segir hann iðulega koma með nýjar afsakanir fyrir því að skrifa ekki fjárskiptasamning og draga þannig að klára skilnaðinn. Hún segist stundum hafa óskað þess að hann myndi lenda í bílslysi og deyja. Aðeins þannig yrði hún frjáls.
FréttirErfðavöldin á Alþingi
„Auðvitað skipta tengsl alltaf máli“
Aðrir þættir skipta meira máli en ættartengsl þegar kemur að framgangi fólks í stjórnmálum að mati Gunnars Helga Kristinssonar stjórnmálafræðiprófessors. Svipuð mynstur megi sjá á fleiri sviðum þjóðlífsins og innan íslenskra elíta.
Martyna Ylfa SuszkoViðeigandi túlkaþjónusta er grunnmannréttindi
Martyna Ylfa fékk sting í hjartað þegar hún las hvað pólskri móður mannsins sem lést eftir stunguárás við Fjarðarkaup fyndist óþægilegt að fá nýjan túlk i hvert skipti sem hún fær upplýsingar um andlát sonar hennar. Hún segir góða túlkaþjónustu mikilvæga fyrir íslenskt samfélag.
Kona hætti í Menntasjóði eftir skýrslu um eineltistilburði Hrafnhildar
Starfslokasamningar hafa verið gerðir við tvo starfsmenn Menntasjóðs námsmanna eftir að sálfræðifyrirtæki skrifuðu skýrslur um einelti í garð þeirra. Í báðum tilfellum sögðust starfsmennirnir hafa orðið fyrir einelti framkvæmdastjórans Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur. Öðru málinu er ólokið en hið seinna er á borði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra háskólamála.
Bergur EbbiAf ofbeldi og íþróttaskóm
Bergur Ebbi veltir fyrir sér X og Y kynslóðunum, bíómyndunum sem skilgreindu þær og næstu kynslóðum.
Skólarnir hættu að vinna með Landvernd vegna gagnrýni á laxeldi
Grunnskólarnir á Bíldudal og Patreksfirði hættu þátttöku í svokölluðu Grænfánaverkefni Landverndar árið 2021. Ein af ástæðunum sem Landvernd fékk fyrir þessari ákvörðun var að samtökin væru á móti atvinnuuppbyggingu á suðvestanverðum Vestfjörðum sem og samgöngubótum. Skólastjórinn segir ástæðuna fyrir því að skólarnir hafi hætt í verkefninu fyrst og fremst vera tímaskort.
Svart og sykurlaust
Andrea og Steindór ræða mynd Lutz Konermann frá 1985, Svart og Sykurlaust.
Í meðalhófinu með hlýju og mýkt
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, hefur sent frá léttleikandi bók með alls konar textum og pælingum. Í bókinni birtist hugmyndaheimur meðalhófsmannsins sem leiðist öfgar og læti.
Karlalið í Lengjudeildinni fengu eina milljón en kvennalið 260 þúsund krónur
Karlalið í Lengjudeildinni fá fjórfalt hærri réttindagreiðslur en kvennalið. Munurinn er enn meiri í Bestu deildinni, áttfaldur. Íslenskur Toppfótbolti, sem ákveður skiptingu greiðslnanna, sér ekki tilefni til að endurskoða skiptinguna nema aðildarfélögin óski sérstaklega eftir því.
Mest lesið undanfarið ár
1
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
5
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
7
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
9
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
10
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.