3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Áfall fyrir Arsenal

Skyldulesning

Pierre-Emerick Aubameyang er að glíma við meiðsli.

Pierre-Emerick Aubameyang er að glíma við meiðsli.

AFP

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Arsenal, verður fjarri góðu gamni þegar Arsenal fær Manchester City í heimsókn í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á morgun.

Aubameyang missti af leik liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park í Liverpool um helgina en leiknum lauk með 2:1-sigri Everton.

Framherjinn, sem er 31 árs gamall, er að glíma við vöðvameiðsli en hann hefur skorað þrjú mörk í þrettán leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Sóknarleikur Arsenal á tímabilinu hefur vægast sagt verið slakur en liðið er í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir fyrstu fjórtán leiki sína.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Mikel Arteta, stjóra liðsins, en hann gaf það út á blaðamannafundinum í morgun að hann ætlaði sér ekki að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins.

Innlendar Fréttir