Áfall fyrir United – Bruno missir af næstu leikjum liðsins – DV

0
61

Bruno Fernandes verður ekki leikfær gegn Tottenham á fimmtudag og missir líklega af leik liðsins gegn Aston Villa á sunnudag.

Bruno meiddist í sigri United á Brighton í undanúrslitum enska bikarsins í fyrradag. Meiðsli miðjumannsins eru á ökkla.

Bruno fékk högg á ökklann snemma leiks og vildi læknateymi United taka hann af velli, miðjumaðurinn frá Portúgal heimtaði hins vegar að spila áfram.

Í framlenginu var hins vegar ákveðið að taka Bruno af velli og hann yfirgaf Wembley haltrandi.

Myndir af Bruno á hækjum og með hlífðarskó til að verja það að hann noti hinn meidda ökkla.

Bruno Fernandes is set to miss #mufc’s fixture vs Tottenham Hotspur. He is also a doubt for United’s clash vs Aston Villa on Sunday. [@DiscoMirror] pic.twitter.com/DmNhXku2ON

— UtdDistrict (@UtdDistrict) April 25, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði