Kurt Zouma, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, spilar að öllum líkindum ekki meira á þessari leiktíð.
Það er enski miðillinn Evening Standard sem greinir frá því en West Ham greindi frá því á heimasíðu sinni í gær að leikmaðurinn yrði frá í einhvern tíma vegna ökklameiðsla.
Zouma, sem er 27 ára gamall, meiddist í 0:2-tapi West Ham gegn Brentford um síðustu helgi og þurfti að fara af velli um miðjan fyrri hálfleikinn.
West Ham mætir Lyon í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Frakklandi á morgun en Zouma ferðaðist ekki með liðinu til Frakklands.
Angelo Ogbonna, miðvörður West Ham, er einnig að glíma við meiðsli og verður frá út tímabilið en West Ham er í harði baráttu um Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir af tímabilinu.