5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Afhending skilavega frestast enn

Skyldulesning

Vegur. Lengd skilavega er 55,6 km.

Vegur. Lengd skilavega er 55,6 km.

mbl.is/Helgi Bjarnason

Afhendingu svokallaðra skilavega frá Vegagerðinni til sveitarfélaga verður frestað enn einu sinni um eitt ár en samkvæmt lögum átti yfirfærslunni að vera lokið fyrir næstu áramót.

Nú þegar ljóst er orðið að ekki næst samkomulag um afhendingu skilaveganna hefur umhverfis- og samgönguefnd lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á vegalögum, þar sem lagt er til að skilavegunum verði skilað í síðasta lagi í lok næsta árs.

Um er að ræða vegi sem áður töldust til þjóðvega í þéttbýli sem færa á yfir til sveitarfélaganna sem taki yfir veghald þeirra. Til stóð að samgönguráðuneytið, fulltrúar sveitarfélaga og Vegagerðin undirrituðu viljayfirlýsingu um að ljúka yfirfærslu veganna en í greinargerð frumvarpsins segir að nú liggi fyrir að hún hafi ekki verið undirrituð vegna ágreinings um efni hennar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir