4 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Afkastagetan fer minnkandi

Skyldulesning

Borun. Mikið hefur staðið til í Bolholti í haust þar …

Borun. Mikið hefur staðið til í Bolholti í haust þar sem RG-20 hefur fengiðnauðsynlegt viðhald. Hafa framkvæmdir tafist meira en vonir stóðu til.

Í upphafi desembermánaðar sendu Veitur út neyðarkall til viðskiptavina sinna þar sem óskað var eftir því að þeir drægju úr heitavatnsnotkun að því marki sem þeim væri unnt. Ástæðan fyrir áskoruninni var sögð yfirvofandi kuldakast á suðvesturhorni landsins sem yrði það svæsnasta frá árinu 2013.

Þann 8. desember sendu Veitur frá sér tilkynningu þar sem greint var frá að hitaveitukerfið hefði staðist kuldakastið, sem reyndar varð minna úr en spár gerðu ráð fyrir. Þar var áréttað að „betri nýting heita vatnsins skilar sér með ýmsum hætti; í hagkvæmari rekstri hitaveitunnar, í buddum viðskiptavina og ekki síst í enn ábyrgari notkun á þeirri dýrmætu auðlind sem jarðhitinn er“.

Morgunblaðið lagði fyrirspurn fyrir Veitur um stöðu heitavatnskerfisins á höfuðborgarsvæðinu en það byggist annars vegar á heitavatnsborholum í Reykjavík og Mosfellsbæ og hins vegar grunnvatni sem hitað er upp með orkunni frá Nesjavöllum og á Hellisheiði.

Þar kemur fram að Veitur nýti 53 borholur á höfuðborgarsvæðinu, 12 í Reykjavík, 22 á Reykjum í Mosfellsbæ, 9 í Elliðaárdal og 10 á svæðinu í kringum Laugarnes. Af þessum holum eru 50 virkar. Óvirku holurnar eru RG-29 í Elliðaárdal og RG-15 og RG-20. Unnið hefur verið að endurbótum á síðastnefndu holunni sem stendur við Bolholt en hún var lengi ein gjöfulasta borholan sem Veitur hafa aðgang að, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir