8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Af­lýsa öllum ára­móta­brennum á höfuð­borgar­svæðinu

Skyldulesning

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Sveitarfélögin funduðu um málið á föstudag og komust að þessari niðurstöðu.

„Við erum öll almannavarnir, höldum áfram að vinna að því saman að fækka smitum og komast á betri stað en við erum í dag. Höldum okkur við „jólakúlurnar“ okkar og forðumst mannmergð. Við getum gert þetta saman, samstaða er besta sóttvarnaraðgerðin,“ segir í tilkynningu.

Fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því fyrr í mánuðinum að ekki verði heimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum á gildistíma reglugerðarinnar, þ.e. til 12. janúar. Þess er sérstaklega getið að það gildi um brennur.

Innlendar Fréttir