0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Áfram göngugata á Laugavegi

Skyldulesning

Hluti Laugavegs og Vatnsstígur verða áfram tímabundnar göngugötur, þangað til …

Hluti Laugavegs og Vatnsstígur verða áfram tímabundnar göngugötur, þangað til nýtt deiliskipulag á að taka gildi 1. maí 2021.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hinar svokölluðu sumargötur á Laugavegi milli Frakkastígs og Klapparstígs, og Vatnstígur milli Laugavegs og Hverfisgötu verða áfram tímabundnar göngugötur til 1. maí 2021. Þetta samþykkti borgarráð í vikunni.

Almenn umferð og bifreiðastöður verða áfram óheimilar, en akstur vegna vöruafgreiðslu verður heimilaður milli klukkan 7 og 11 á virkum dögum, og milli klukkan 8 og 11 á laugardögum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram aðgengi íbúa og starfsemi með bílastæði inni á lóð götunnar verðu einnig tryggt.

mbl/Sigurður Unnar

Hefur tillagan hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en göngugöturnar verða merktar með viðeigandi hætti í samræmi við reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra.

Skipulags- og samgönguráð og borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa eftir tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Laugaveginn sem göngugötu. Gert er ráð fyrir að deiliskipulagið verði afgreitt á fyrsta ársfjórðungi ársins 2021 og að það taki gildi fyrir 1. maí.

Innlendar Fréttir