8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Afslættir ON aftra samkeppni

Skyldulesning

Orka náttúrunnar rekur fjölda hraðhleðslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.

Orka náttúrunnar rekur fjölda hraðhleðslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.

Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, segir afar líklegt að Orka náttúrunnar hafi komið í veg fyrir að smærri aðilar hasli sér völl á markaði með rafhleðslustöðvar. Fyrir vikið hafi ON í raun tafið uppbyggingu á rafhleðslustöðvum.

Tilefnið er umfjöllun í Morgunblaðinu í gær en þar kom fram að ON muni hafa 44 stöðvar í árslok. Fyrirtækið, sem er eitt dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur, setti upp fyrstu hraðhleðslustöðina 2014. ON hefur boðið 40% afslátt í hraðhleðslum um allt land.

„Að okkar mati er afar umdeilanlegt að félag í eigu Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga sé að keppa á markaði þar sem samkeppni ríkir og veita óeðlilega háa afslætti og jafnvel tengja þá við afslætti á annarri vöru, þ.e.a.s. raforku, sem félagið selur einnig,“ segir Hinrik í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Innlendar Fréttir