7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Aftur fjölgar smitum eftir rólega helgi

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Átján greindust með COVID-19 sjúkdóminn síðasta sólarhring, sem er nokkuð meira en greinst hafði dagana tvo þar á undan. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hafði þó varað við því að tölum helgarinnar bæri að taka með þeim fyrirvara að færri sýni eru tekin um helgar.

Veiran er þó ekki komin í svonefndan veldisvöxt heldur fylgir nú línulegum vexti. Vonir standa til að vöxtur haldist línulegur þar til við förum að sjá lægri tölur aftur, en aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort sú verði raunin.

Af þeim sem greindust síðasta sólarhring voru sjö einstaklingar sem voru ekki í sóttkví.

Aðeins eitt smit greindist á landamærunum og beðið er eftir niðurstöður úr mótefnamælingu til að sjá hvort um virkt smit er að ræða eða ekki.

199 eru nú í einangrun hér á landi. 689 eru í hefðbundinni sóttkví og 898 eru í svonefndri skimunarsóttkví.  Fjöldi þeirra sem eru í einangrun hefur haldist nokkurn veginn svipaður síðustu daganna sem styður enn frekar við að um línulegan vöxt veirunnar sé að ræða.

40 eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir