Aguero gagnrýnir ákvörðun Guardiola í kvöld – DV

0
155

Pep Guardiola gerði ekki eina skiptingu í leik Manchester City gegn Real Madrid í kvöld.

Liðin mættust í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikið var í Madríd.

Lokatölur urðu 1-1. Vinincius Junior skoraði mark Real Madrid í fyrri hálfleik en Kevin De Bruyne gerði mark City í þeim seinni.

Sem fyrr segir gerði Guardiola ekki skiptingu í leiknum. Furðuðu sig einhverjir á því. Þar á meðal var Sergio Aguero, fyrrum leikmaður og goðsögn City.

„Ég skil ekki af hverju hann setti Julian Alvarez ekki inn á,“ segir Aguero, sem lék undir stjórn Guardiola hjá City í fjölda ára.

Aguero og Alvarez eru báðir argentískir.

„Ef ég réði myndi ég spila Julian í nánast öllum leikjum. Hann þarf að spila reglulega.“