Ágúst sakar aðra þjálfara í deildinni um að fyrirskipa brot á ungum leikmönnum – Lárus Orri telur það tóma þvælu – DV

0
46

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar sakar þjálfara andstæðinga sinna um að fyrirskipa að sparka unga og spræka leikmenn liðsins. Orð hans féllu eftir 0-2 tap gegn Breiðablik í kvöld.

Stjarnan situr í næst neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig eftir fimm leiki.

„Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir, við erum sparkaðir niður,“ sagði Ágúst Gylfason á Stöð2 Sport þegar hann var spurður um það hvernig Ísak Andri Sigurgeirsson hefði spilað í kvöld

Ágúst segist hafa heyrt þjálfara fyrirskipa það að sparka unga leikmenn liðsins niður. „Maður heyrir skilaboð frá þjálfurum andstæðinganann að sparka okkur niður,“ segir Ágúst

Lárus Orri Sigurðsson segir varla neitt til í þessu. „Kemur mér verulega á óvart, ég hef séð alla leikina með þeim. Ég hef ekki tekið eftir þessu,“ sagði Lárus.