Vestfirðingar vonsviknir.

 

Þau gleðilegu tíðindi bárust nú rétt í þann mund er blaðið fór í prentun, að áhöfnin á Þór HF 4 hefði strax í byrjun veiðiferðarinnar sem nú stendur yfir, fengið margumrædda “Línuívilnun” Í samtali við sjávarútvegráðherra kom fram að hann væri afskaplega ánægður með þessa niðurstöðu. Hann sagðist vera ánægður með að hans heimabær hefði orðið línuívilnunarinnar aðnjótandi og þætti það leitt Vestfirðinga vegna. “En þeir geta bara átt sig” sagði ráðherra. “Það eru allir búnir að fá yfir sig nóg af helvítis vælinu í þeim!”

Lína Jóhannsdóttir starfsmaður Fiskistofu

Í þessu tilfelli var það Fiskistofa sem úthlutaði Línu og kom eins og áður sagði í okkar hlut að fá hana.  Hafa margir glaðst við þessar fréttir hér um borð og ber þar sérstaklega að nefna Haukinn sem segir að þau séu gamlir skipsfélagar og miklir vinir. Þau eru greinilega miklir vinir, því aðeins góðir vinir lesa blöðin saman og núa saman hnjánum undir borðum…..

2003