Áhrifavaldurinn öðlaðist heimsfrægð á afar umdeildan hátt – Íslandsvinur sem er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum – DV

0
64

Það er óhætt að segja að ferill samfélagsmiðlastjörnunnar og áhrifavaldsins Kinsey Wolanski hafi tekið á loft eftir að hún hljóp inn á völlinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir um þremur árum síðan.

Margir muna eftir atvikinu. Um var að ræða leik á milli Liverpool og Tottenham, þar sem fyrrnefnda liðið stóð uppi sem Evrópumeistari.

Wolanski, sem er einnig mikill Íslandsvinur og hefur heimsótt landið oft, óð inn á völlinn í miðjum leik.

Wolanski eftir að hún hljóp inn á völlinn. Mynd/Getty Það er auðvitað stranglega bannað og var hún handsömuð. Þurfti Wolanski að dvelja í fangaklefa skamma stund.

Síðan þá hefur hún hins vegar rakað inn fylgjendum á samfélagsmiðlum. Er hún með 3,6 milljónir fylgjenda á Instagram og 3,1 milljón á TikTok.

Það má því segja að athæfið hafi að mörgu leyti borgað sig.

Hin 26 ára gamla Wolanski birti nýja mynd á dögunum sem gerði allt vitlaust að venju.