6 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Áhugaverðar staðreyndir eftir stórsigur Manchester United á Leeds – Fyrsta skiptið sem Leeds fær fjögur mörk á sig í fyrri hálfleik

Skyldulesning

Manchester United tók á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heimamenn fóru illa með gestina frá Leeds því leiknum lauk með 6-2 sigri United.

Tölfræðisíðan OptaJoe er með Twitter reikning þar sem birtar eru áhugaverðar staðreyndir eða tölfræðiupplýsingar um enska knattspyrnu. Eftir stórsigur Manchester United á Leeds var af nægu að taka.

Scott McTominay skoraði fyrstu tvö mörk Manchester United. Það fyrra á annarri mínútu og það seinna á þriðju mínútu. Þetta er í fyrsta skiptið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem sami leikmaður skorar tvö mörk á fyrstu þremur mínútum leiks.

3 – Scott McTominay is the first player in Premier League history to score twice in the first three minutes of a match. Madness. pic.twitter.com/QtFGGS1JXa

— OptaJoe (@OptaJoe) December 20, 2020

Á fyrstu 20 mínútum leiksins hafði United skorað þrjú mörk. Það gerðist síðast hjá þeim árið 2006 í leik gegn Fulham. Þá skoruðu þeir þrjú mörk á 16 mínútum.

3 – Manchester United have gone 3-0 up within 20 minutes against Leeds, the earliest they have scored three times from the start of a Premier League game since August 2006 v Fulham (16 mins). Racing. pic.twitter.com/LsKR1XCtVB

— OptaJoe (@OptaJoe) December 20, 2020

Þetta var í fyrsta skiptið sem Leeds fær á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik í ensku deildinni.

4 – Leeds United have conceded four first-half goals in a Premier League match for the first time, in what is their 482nd game in the competition. Floodgates. pic.twitter.com/iVeQZ71IUL

— OptaJoe (@OptaJoe) December 20, 2020

Leeds hefur ekki náð að sigra Manchester United á útivelli í síðustu 15 leikjunum á Old Trafford. Það gerðist síðast árið 1981.

15 – Manchester United are unbeaten in their last 15 home league games against Leeds (W9 D6), since a 0-1 loss in February 1981. This is the first league meeting between the sides since a 1-1 draw at Old Trafford in February 2004. Awaited. pic.twitter.com/DLTFYEXb3s

— OptaJoe (@OptaJoe) December 20, 2020

Lið sem Marcelo Bielsa stýrir hefur ekki fengið á sig sex mörk síðan árið 1992.

6 – This is the first time a club team managed by Marcelo Bielsa has conceded six goals in any competitive match since his Newell’s Old Boys side lost 0-6 to San Lorenzo in the Copa Libertadores in February 1992. Punishing. pic.twitter.com/UxTSjV4dXq

— OptaJoe (@OptaJoe) December 20, 2020

Að lokum:

5.8 – The combined Expected Goals total between Man Utd and Leeds today was 5.8, the highest of any Premier League game this season. Popcorn. pic.twitter.com/8PStJvOIkv

— OptaJoe (@OptaJoe) December 20, 2020

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir