0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Ákærður fyrir 26,6 milljóna skattaundanskot

Skyldulesning

Héraðssaksóknara gaf út ákæru í málinu.

Héraðssaksóknara gaf út ákæru í málinu.

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og peningaþvætti með því að hafa á árunum 2014-2017 komið sér undan því að telja fram tekjur upp á 61,7 milljónir frá einkahlutafélagi í sinni eigu og þannig komist hjá því að greiða 26,6 milljónir í skatta.

Samkvæmt ákæru vanframtaldi maðurinn tekjur upp á 25,5 milljónir árið 2014, tekjur upp á 7 milljónir árið 2015, 5,4 milljóna tekjur árið 2016 og 23,7 milljónir árið 2017.

Er hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt ávinning af brotum sínum í eigin þágu.

Innlendar Fréttir