4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn lögreglumönnum

Skyldulesning

Tæplega fimmtugur maður í Reykjanesbæ hefur verið ákærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn lögreglumönnum og fyrir vopnalagabrot. Meint brot áttu sér stað síðastliðið vor.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi að lögreglumanni og veitt honum högg í andlit og skömmu síðar skallað aftur fyrir sig í andlit hans með þeim afleiðingum að hann hlaut brot í kanti á tönn og yfirborðssprungu á fleti sömu tannar, auk mikilla verkja í kjálka beggja vegna.

Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa ráðist á annan lögreglumann og skallað hann í andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut roða og bólgu yfir vinstra kinnbeini.

Ennfremur er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslu sinni og reynt að selja í leyfisleysi gasknúna skammbyssu. Hann hafi jafnframt haft í fórum sínum fimm pakkningar af málmkúlum og 10 gashylki sem hann geymdi undir sófa á heimiliu sínu.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 14. desember kl. 15:30.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir