4 C
Grindavik
8. maí, 2021

Ákölluðu Maradona eftir ótrúlegar senur í leik erkifjendanna í Argentínu – „Því oftar sem ég sé þetta, því klikkaðara er þetta“

Skyldulesning

Boca Juniors og River Plate mættust í Superclásico grannaslagnum í Argentínu í gær. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Atvik sem átti sér stað undir lok leiks hefur vakið mikla athygli og stuðningsmenn Boca Juniors eru undrandi á atburðarrásinni sem átti sér stað þegar River Plate virtist vera að komast yfir í leiknum.

Álvarez, leikmaður River Plate, fékk boltann inna vítateigs Boca Juniors. Hann lyfti boltanum yfir Andrada, markvörð Boca og boltinn virtist vera á leið inn.

„Í stað þess að rúlla inn í markið, stoppar boltinn snögglega fyrir utan marklínuna og rúllar til hliðar,“ var skrifað í umsögn BILD um atvikið.

Nico Cantor, íþróttalýsandi hjá CBS Sports, var sammála mörgum stuðningsmönnum Boca Juniors um að andi Diego Armando Maradona, knattspyrnugoðsagnar hjá Boca Juniors, hafi komið í veg fyrir mark.

Kollegi hans, Callum Williams tók í svipaðan streng.

„Því oftar sem ég sé þetta, því klikkaðara verður þetta,“ skrifaði Williams á Twitter.

Only explanation is that Maradona’s spirit spun that ball outwards 🤷🏻‍♂️ pic.twitter.com/Pu6J9dAcgM

— Nico Cantor (@Nicocantor1) March 14, 2021

Maradona lést þann 25. nóvember á síðasta ári, 60 ára að aldri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir