7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Ákvörðun Van Dijk gleður stuðningsmenn Liverpool – Tekur enga sénsa

Skyldulesning

Stuðningsmenn Liverpool óttuðust margir að Virgil van Dijk varnarmaður liðsins myndi reyna allt til þess að taka þátt í Evrópumótinu með Hollandi í sumar.

Van Dijk sleit krossband í október og er á góðum batavegi, hann hefur hins vegar ákveðið að gefa ekki kost á sér.

„Það eru sjö mánuðir frá því að ég meiddist, vegurinn hefur verið mjög langur,“
sagði van DIjk.

„Þetta hefur verið skref fyrir skref en þetta hefur gengið vel. Ég hef ekki fengið neitt slæmt bakslag.“

Van Dijk útskýrði svo ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér á Evrópumótið í sumar. „Líkamlega séð þá tel ég það rétta ákvörðun að fara ekki á EM og fara frekar í síðasta kaflann á endurhæfingu minni þarna. Ég set alla einbeitingu á undirbúningstímabilið og það er raunhæft markmið.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir