8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Al-Arabi tapaði óvænt fyrir botnliðinu í katörsku deildinni – Aron Einar spilaði allan leikinn

Skyldulesning

Al-Arabi tók á móti botnliði katörsku deildarinnar, Al-Khuraitlat í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna sem verða að teljast nokkuð óvænt úrslit.

Al-Arabi leikur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Aron Einar Gunnarsson, leik allan leikinn í liði Al-Arabi.

Lærisveinar Heimis, komust yfir í leiknum með marki á 14. mínútu frá Abdulaziz Al-Ansari.

Gestirnir í Al-Khuraitiat svöruðu hins vegar með tveimur mörkum á 24. og 48. mínútu og tryggðu sér óvæntan 2-1 sigur.

Al-Arabi er eftir leikinn í 7. sæti katörsku deildarinnar með 26 stig eftir 21 leik.

Innlendar Fréttir