Fimmtudagur, 8. apríl 2021
Álag og óvissustig
Landspítalinn er á óvissustigi svokölluðu þótt þar liggi ekki einn einasti COVID-sjúklingur inni. Kannski álagið á spítalann megi því skrifa á sóttvarnaraðgerðir frekar en sjálfa sóttina. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir frá:
Jafnvel þó við sem heilbrigðisstofnun séum undanþegin þegar kemur að sjúklingum og heilbrigðisþjónustu þá er náttúrulega mjög margt sem fer fram innan spítala, fundir og kennsla og ýmislegt þar sem við verðum að hlíta almennum reglum eins og um fjölda sem má koma saman og fjarlægð á milli fólks, viðveru í matsölum og svo fram vegis.
Svo já: Geta spítalans til að rækta skyldur sínar er takmörkuð vegna sóttvarnaraðgerða, ekki sóttarinnar sjálfrar.
Ætli orðið „óvissustig“ sé skot á sóttvarnarlækni? Að það ríki svo mikil óvissa um aðgerðir að spítalinn þarf að vera á óvissustigi?