4 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Albert æfði með varaliði AZ

Skyldulesning

Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar, æfir þessa daganna með varaliði félagsins. Hollenskir fjölmiðlar greina frá en Fótbolti.net greindi frá fyrst miðla á Íslandi.

Í frétt Voetbalzone segir að Albert æfði með varaliðinu á fimmtudaginn og var heldur ekki á æfingu aðalliðsins í dag er það undirbjó sig fyrir leik helgarinnar.

Liðið mætir Willem II í hollensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn en bráðabirgðaþjálfarinn Pascal Jensen ku vera refsa KR-ingnum segir í frétt hollenska miðilsins.

Ekki er þó vitað fyrir hvað stjórinn er að refsa Alberti en eftir að Arne Slot var rekinn frá félaginu, fyrr í mánuðinum, hefur Albert ekki leikið mínútu í hollensku úrvalsdeildinni.

Hann sat allan tímann á bekknum gegn FC Gröningen og FC Twente en var í byrjunarliðinu í Evrópudeildinni gegn Rijeka.

Albert hefur leikið vel á leiktíðinni með hollenska liðinu. Hann hefur skorað sjö mörk í þeim ellefu leikjum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.

Innlendar Fréttir