3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Albert byrjaði í sigri

Skyldulesning

AZ Alkmaar vann 2-1 sigur gegn ADO Den Haag í kvöld en leikurinn kláraðist rétt í þessu.

Albert sem byrjaði leikinn spilaði fyrstu 63. mínútur leiksins og kom útaf í stöðunni 0-1 það var svo varamaðurinn Zakaria Aboukhlal sem tryggði AZ Alkmaar en hann gerði bæði mörk liðsins eitt á 72. mínútu og svo annað á 89. mínútu sem tryggði Alberti og félögum öll stigin.

AZ Alkmaar situr í fimmta sæti deildarinnar á meðan ADO Den Haag situr í 16. sæti.

Innlendar Fréttir