4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Albert í liði umferðarinnar í Hollandi

Skyldulesning

Fótbolti


Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar

Albert Guðmundsson skoraði sigurmark AZ Alkmaar gegn Willem II um helgina.
Albert Guðmundsson skoraði sigurmark AZ Alkmaar gegn Willem II um helgina.
ANP Sport/Getty Images

Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar og íslenska landsliðsins, hefur verið valinn í lið umferðarinnar í hollensku deildinni. Albert skoraði eina mark AZ Alkmaar þegar þeir mættu Willem II um helgina og tryggði þeim þar með sigur.

Með sigrinum lyfti AZ Alkmaar sér upp í 58 stig og er í þriðja sæti hollensku deildarinnar. Albert og félagar eru því 11 stigum á eftir toppliði Ajax.

Þetta var fimmta mark Alberts á tímabilinu, en hann hafði einni skorað áður í þessum sama leik en myndbandstæknin sá til þess að það mark var dæmt af.

Albert hlaut átta í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá miðlinum AD í Hollandi, en liðið í heild sinni má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir