6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Albert kom inn á sem varamaður í sigri

Skyldulesning

Albert Guðmundsson, leikmaður AZ Alkmaar, kom inn á sem varamaður í 1-2 sigri liðsins gegn Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Teun Koopmeiners, kom AZ yfir með marki á 41. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Þremur mínútum síðar tvöfaldaði Myron Boadu, forystu AZ, með marki eftir stoðsendingu frá Koopmeiners.

Lucas Shoofs, minnkaði muninn fyrir Heracles með marki á 76. mínútu en nær komust leikmenn Heracles ekki.

Albert Guðmundsson, kom inn á sem varamaður á 88. mínútu fyrir Myron Boadu, markaskorara AZ Alkmaar.

AZ Alkmaar er eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 17 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir